Skip to content Skip to sidebar Skip to footer
Markmið að efla lífræna framleiðslu á Íslandi
Stjórnvöld hafa gefið út aðgerðaáætlun um eflingu lífrænnar framleiðslu. Áætlunin var unnin í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en eitt af áhersluverkefnum sem þar eru tilgreind er mótun áætlunar til eflingar lífrænnar framleiðslu. Aðgerðaáætlunin byggir á tillögum Umhverfisráðgjafar Íslands ehf. sem unnar voru fyrir matvælaráðherra. Tillögur áætlunarinnar byggja á samtölum við fjölmarga aðila innanlands og styðjast…
Ísfirðingar fá ferskt grænmeti frá Matlandi
Matland mun bjóða Ísfirðingum upp á íslenska grænmetiskassa alla föstudaga. Fyrsta afhending verður fyrir vestan föstudaginn 30. ágúst næstkomandi. Kaupendur á Ísafirði og nágrenni geta nálgast sinn kassa hjá veitingastaðnum Húsinu á Hrannargötu 2. Grænmeti í áskrift Frá: 4.995 kr. / á mánuði Veldu kosti Grænmetiskassarnir frá Matlandi innihalda eingöngu innlent grænmeti og…
Pönnur og eldföst mót frá LOOK
Matland býður til sölu eldhúsvörur frá LOOK - þróaðar á Íslandi en framleiddar á Ítalíu. Í fyrstu verða pönnur á boðstólum ásamt eldföstum mótum og grillpönnum. Þú getur komið á Hrísateiginn og skoðað sýnishorn af vörunum frá LOOK. Steikarpanna - Astrid - frá LOOK 16.990 kr. Setja í körfu Grillpanna - Svend - frá LOOK 19.990 kr. …
Grænmetiskassar í Neskaupstað
Matland er hægt og rólega að færa út kvíarnar og fjölga dreifingarstöðum utan höfuðborgarsvæðisins. Frá og með föstudeginum 3. maí verða grænmetiskassar Matlands í boði í Neskaupstað. Á hverjum föstudegi geta Norðfirðingar nálgast sinn kassa í Nesbæ kaffihúsi hjá henni Siggu og hennar fólki á Egilsbraut 5. Matland býður íbúa í Neskaupstað velkomna í…
Uppsprettur gróðurhúsalofttegunda í matvælaframleiðslu
Landbúnaður er mikilvæg uppspretta gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og jafnframt hafa loftslagsbreytingar mikil og vaxandi áhrif á greinina. Á sama tíma þarf landbúnaðurinn að geta staðið undir matvælaframleiðslu fyrir hratt vaxandi mannfjölda í heiminum. Markmið Loftslagssamnings SÞ er að koma í veg fyrir hættulega röskun á loftslagskerfinu þannig að hægt sé að tryggja matvælaframleiðslu og…
Íslenskar pönnukökur
Auður Ólafsdóttir í Pönnukökuvagninum deilir með lesendum Matlands uppskrift að íslensku pönnukökunni. Hún byrjaði með matarvagn Mathöll Granda þar sem íslenska pönnukakan var í öndvegi og sló algjörlega í gegn. “Ef það er eitthvað sem fólk á öllum aldri elskar þá er það íslenska pönnukakan,” segir Auður. Auður Ólafsdóttir með Herði aðstoðarmanni í framleiðsluaðstöðu Matís. …
Íslenska kokkalandsliðið landaði þriðja sætinu á Ólympíuleikunum í Stuttgart
Íslenska kokkalandsliðið náði þriðja sæti á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem haldnir voru í Stuttgart í Þýskalandi fyrstu vikuna í febrúar. Úrslitin voru tilkynnt á lokahátíð leikanna við mikinn fögnuð. Þetta er í annað sinn sem íslenskir matreiðslumenn ná þetta góðum árangri en nú jöfnuðu þeir framúrskarandi árangur sem náðist fyrir fjórum árum þegar liðið náði…