Bændurnir Ævar Austfjörð og Ása Sif Tryggvadóttir búa á smábýlinu Hlemmiskeiði 1 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þau kalla búskapinn sinn „Litla búgarðinn“ en þar er megináhersla lögð á dýravelferð og umhverfisvænar aðferðir í stóru sem smáu. Ævar og Ása ala m.a. grísi sem eru frjálsir innan stórs beitarhólfs. Þar éta þeir gras og er líka…
Fólkið
Íslenska kokkalandsliðið náði þriðja sæti á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem haldnir voru í Stuttgart í Þýskalandi fyrstu vikuna í febrúar. Úrslitin voru tilkynnt á lokahátíð leikanna við mikinn fögnuð. Þetta er í annað sinn sem íslenskir matreiðslumenn ná þetta góðum árangri en nú jöfnuðu þeir framúrskarandi árangur sem náðist fyrir fjórum árum þegar liðið náði…
Sölufélag garðyrkjumanna hefur undanfarin ár valið „ræktendur ársins“ innan sinna raða. Í ár hlutu hjónin Inga Sigríður Snorradóttir og Óli Finnsson á garðyrkjustöðinni Heiðmörk í Laugarási þennan heiður. Óli og Inga hafa komið með nýjungar inn á markaðinn eins og eldpipar, sætar paprikur og snakkpaprikur. Þessar tegundir hafa slegið í gegn og njóta sífellt…
Það er augljóslega glatt á hjalla þegar steggjaveisla á sér stað. Og stemningin verður hreint ekkert verri við að fá grillmat í hæsta gæðaflokki – en um er að ræða 10 manna grillpakka frá Matlandi með pylsum, hamborgurum og nautakjöti fyrir grillpinna. Við félagarnir og Margrét vinkona okkar auðvitað, getum hæglega mælt með þessum pakka…
Smörrebrauðsjómfrúin Katla Gunnarsdóttir & matreiðslumeistarinn Ólöf Helga Jakobsdóttir bjóða upp á matreiðslunámskeið í klassísku smörrebrauði þar sem hægt er að njóta þess besta úr danskri matarhefð. Hráefnið, sem unnið er með á námskeiðinu, verður að miklu leyti beint frá býli í samvinnu við Matland. Skálað er í dönskum öl & snaps og að sjálfsögðu borðað…
Á Litla-Ármóti í Flóahreppi búa þau Hrafnhildur Baldursdóttir og Ragnar Finnur Sigurðsson ásamt þremur börnum sínum. Á bænum er nýlegt fjós þar sem er framleidd mjólk og kjöt. Mjólkurkýrnar eru ríflega 60 talsins en að auki hafa þau alið nautkálfa í sláturstærð í nokkur ár. Uxakjöt frá Litla-Ármóti er nú fáanlegt á Matlandi og verður…
Uxakjöt frá Reykjahlíð á Skeiðum er komið í sölu á Matlandi. Uxakjöt er af nautum sem eru gelt um 6 mánaða aldur. Kjötið þykir mjög meyrt og vel fitusprengt þar sem vaxtarhraði er hægari en í hefðbundnu nautaeldi. Uxarnir eru nokkuð spakir og eru eins mikið utandyra og mögulegt er. Myndir / ReykjahlíðGripirnir í Reykjahlíð…
„Við sjáum mikla möguleika til frekari sóknar,“ segir Einar Örn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Hnýfils á Akureyri en fyrirtækið rekur fiskvinnslu og reykingu í húsnæði sínu við Óseyri í Sandgerðisbót. Sölusvæði Hnýfils er stórt, þeir sjá flestum mötuneytum í heimabænum fyrir fiski, fyrirtækjum og skólum og selja einnig umtalsvert magn um allt Norðurland sem og Austurland. Þá…
Á bænum Tjörn á Mýrum í Hornafirði búa bræðurnir Halldór og Agnar Ólafssynir. Þeir eru ungir að árum en hafa tekið við búskap og rekstri á Tjörn. Matland selur úrvalskjöt frá þeim bræðrum. Nautabúskapurinn á Tjörn er lítill í sniðum en alls eru á þriðja tug nauta í eldi á bænum. Auk þess eru þeir…
Á Grímsstöðum í Reykholtsdal í Borgarfirði reka hjónin Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir og Hörður Guðmundsson sauðfjárbú og lítið sláturhús með kjötvinnslu og iðnaðareldhúsi. Vörurnar þeirra eru markaðssettar undir heitinu „Grímsstaðaket“. Þau hafa rekið búið á Grímsstöðum frá því árið 2017 þegar þau tóku við af foreldrum Jóhönnu. Matland býður nú í fyrsta sinn til sölu…