Skip to content Skip to sidebar Skip to footer

Fólkið

Námskeið í smurbrauðslist
Smörrebrauðsjómfrúin Katla Gunnarsdóttir & matreiðslumeistarinn Ólöf Helga Jakobsdóttir bjóða upp á matreiðslunámskeið í klassísku smörrebrauði þar sem hægt er að njóta þess besta úr danskri matarhefð.Hráefnið, sem unnið er með á námskeiðinu, verður að miklu leyti beint frá býli í samvinnu við Matland. Skálað er í dönskum öl & snaps og að sjálfsögðu borðað…
Uxakjöt frá Litla-Ármóti
Á Litla-Ármóti í Flóahreppi búa þau Hrafnhildur Baldursdóttir og Ragnar Finnur Sigurðsson ásamt þremur börnum sínum. Á bænum er nýlegt fjós þar sem er framleidd mjólk og kjöt. Mjólkurkýrnar eru ríflega 60 talsins en að auki hafa þau alið nautkálfa í sláturstærð í nokkur ár. Uxakjöt frá Litla-Ármóti er nú fáanlegt á Matlandi og verður…
Hnýfill á Akureyri býður upp á þjóðlegar vörur og þróar nýjar
„Við sjáum mikla möguleika til frekari sóknar,“ segir Einar Örn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Hnýfils á Akureyri en fyrirtækið rekur fiskvinnslu og reykingu í húsnæði sínu við Óseyri í Sandgerðisbót. Sölusvæði Hnýfils er stórt, þeir sjá flestum mötuneytum í heimabænum fyrir fiski, fyrirtækjum og skólum og selja einnig umtalsvert magn um allt Norðurland sem og Austurland. Þá…
Elskuðustu naut landsins
Á bænum Tjörn á Mýrum í Hornafirði búa bræðurnir Halldór og Agnar Ólafssynir. Þeir eru ungir að árum en hafa tekið við búskap og rekstri á Tjörn. Matland selur úrvalskjöt frá þeim bræðrum.Nautabúskapurinn á Tjörn er lítill í sniðum en alls eru á þriðja tug nauta í eldi á bænum. Auk þess eru þeir…
Heimaslátrað frá Grímsstöðum í Borgarfirði
Á Grímsstöðum í Reykholtsdal í Borgarfirði reka hjónin Jóhanna  Sjöfn Guðmundsdóttir og Hörður Guðmundsson sauðfjárbú og lítið sláturhús með kjötvinnslu og iðnaðareldhúsi. Vörurnar þeirra eru markaðssettar undir heitinu „Grímsstaðaket“. Þau hafa rekið búið á Grímsstöðum frá því árið 2017 þegar þau tóku við af foreldrum Jóhönnu.Matland býður nú í fyrsta sinn til sölu…
Hvernig minnkum við kolefnisfótsporið í eldhúsinu?
Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari býður upp á námskeið í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík í janúar þar sem meginumfjöllunarefnið er matur og loftslagsbreytingar.„Matvælaframleiðsla ber ábyrgð á um 1/4 af losun gróðurhúsloftegunda á heimsvísu. Því skiptir gríðarlega miklu máli að við séum meðvituð um hvað við veljum á diskinn okkar, hvernig við meðhöndlum það og nýtum. Enginn einn…
Rækta sprettur í Vestmannaeyjum
Fyrirtækið Aldingróður í Vestmannaeyjum er þriggja ára gamalt frumkvöðlafyrirtæki sem ræktar um 20 tegundir af sprettum. Fyrstu ræktuðu sprettubakkarnir sem fyrirtækið framleiddi voru afhentir veitingahúsinu Slippnum í Vestmannaeyjum sumarið 2019. Spretturnar frá Aldingróðri hafa nær eingöngu verið í boði fyrir veitingahús og mötuneyti hingað til og fást ekki í verslunum. Matland býður upp á sinnepssprettur í grænmetiskassa…