Skip to content Skip to sidebar Skip to footer

Fréttir

Smjer boðar nýjungar fyrir sósuunnendur
Nýtt fyrirtæki í matvælaiðnaði, Smjer ehf., hefur sett á markaðinn nýstárlega béarnaise-sósu þar sem notandinn gerir ekki annað en að bræða smjör með öllum innihaldsefnum og bæta við 5-6 þeyttum eggjarauðum. Frumkvöðlarnir segja að margir veigri sér við að búa til ekta klassíska béarnaise-sósu og Smjer-sósan sé svar við því.   „Mörgum vex í augum…
Rækta sprettur í Vestmannaeyjum
Fyrirtækið Aldingróður í Vestmannaeyjum er þriggja ára gamalt frumkvöðlafyrirtæki sem ræktar um 20 tegundir af sprettum. Fyrstu ræktuðu sprettubakkarnir sem fyrirtækið framleiddi voru afhentir veitingahúsinu Slippnum í Vestmannaeyjum sumarið 2019. Spretturnar frá Aldingróðri hafa nær eingöngu verið í boði fyrir veitingahús og mötuneyti hingað til og fást ekki í verslunum. Matland býður upp á sinnepssprettur í grænmetiskassa…
Vinna hörðum höndum að því að rækta besta hvítlaukinn
Á bænum Efri-Úlfsstöðum í Landeyjum hafa Hörður Bender og fjölskylda hans síðustu ár unnið að ræktun á íslenskum hvítlauk og gulrótum með ágætum árangri. Þau eru sannkallaðir frumkvöðlar en enginn á Íslandi hefur ræktað hvítlauk með það fyrir augum að búa til vöru á markað. Matland býður upp á hvítlauk og gulrætur frá Efri-Úlfsstöðum í…
Lykillinn að góðum búrekstri er rólegheit og reglusemi
„Það hefur alltaf verið hálfgert kvennaríki á Glitstöðum“ segir Guðrún Sigurjónsdóttir bóndi. Hún og Eiður Ólason maðurinn hennar reka myndarlegt kúabú sunnanmegin í Norðurárdal. Afi og amma Guðrúnar áttu fimm stelpur og þær máttu hjálpa til í búskapnum eins og þá tíðkaðist. „Það er búin að vera samfelld búseta hjá sömu fjölskyldunni hér á Glitstöðum…
Elskuðustu naut landsins
Á bænum Tjörn á Mýrum í Hornafirði búa bræðurnir Halldór og Agnar Ólafssynir. Þeir eru ungir að árum en hafa tekið við búskap og rekstri á Tjörn.    Nautabúskapurinn á Tjörn er lítill í sniðum en alls eru á þriðja tug nauta í eldi á bænum. Auk þess eru þeir bræður með kindur. Báðir hafa…
Nýjar kartöflur úr Hornafirðinum
Bændurnir Hjalti Egilsson og Birna Jensdóttir á Seljavöllum í Nesjum í Hornafirði hafa getið sér gott orð fyrir kartöflurækt. Matland kíkti í heimsókn á Seljavelli en þar eru ræktaðar kartöflur á rúmum 8 hekturum lands. Hluti af görðunum er undir ábreiðum svo kartöflurnar vaxi hraðar og komi fyrr á markað. Hornafjörðurinn hefur mikla sérstöðu í…
Matland býður upp á grænmeti frá Narfaseli
Í Melasveitinni undir Hafnarfjalli á nýbýlinu Narfaseli rækta svissnesku hjónin Laurent og Lola ýmiskonar grænmeti. Þau eru byrjuð að uppskera og bjóða upp á takmarkað magn í sumar af nokkrum tegundum í einum kassa hjá Matlandi. Úrvalið er breytilegt eftir því hvað er til hverju sinni en innihald hvers kassa verður auglýst með góðum fyrirvara.…
ÓX fær Michelinstjörnu og Dill heldur sinni
Michelin-guide tilkynnti í dag hvaða Skandinavísku veitingastaðir hljóta hina eftirsóttu nafnbót að bera Michelinstjörnu – eða stjörnur. Stóru fréttirnar fyrir Ísland er að veitingastaðurinn ÓX á Laugavegi er kominn með stjörnu. Það eru þeir Þráinn Freyr Vigfússon og Rúnar Pierre Heriveaux sem eiga heiðurinn af matseldinni á ÓX. Í umsögninni um Óx segir á ensku:…
Fréttabréf

Skráðu þig til að fá fréttabréf Matlands í tölvupósti.

Please wait...

Takk fyrir skráninguna!

Matland.is © 2022. Allur réttur áskilinn –  Kaupskilmálar

Visa - Mastercard