Íslenska Fífilbrekkuhunangið frá Hveragerði er nú komið á krukkur og er í boði á Matlandi í takmörkuðu magni. Hunangið er afrakstur býflugna sem safna frjókornum og blómasafa í hlíðum Reykjafjalls í Ölfusi. Flugurnar eru oft sjáanlegar í görðum í Hveragerði þar sem þær sækja í allskonar blóm t.d. fífla, víði, blóðberg, mjaðurt og ýmis garðablóm.…
