Skip to content Skip to sidebar Skip to footer

Fréttir

Grænmetiskassar í Neskaupstað
Matland er hægt og rólega að færa út kvíarnar og fjölga dreifingarstöðum utan höfuðborgarsvæðisins. Frá og með föstudeginum 3. maí verða grænmetiskassar Matlands í boði í Neskaupstað. Á hverjum föstudegi geta Norðfirðingar nálgast sinn kassa í Nesbæ kaffihúsi hjá henni Siggu og hennar fólki á Egilsbraut 5.Matland býður íbúa í Neskaupstað velkomna í…
Íslenska kokkalandsliðið landaði þriðja sætinu á Ólympíuleikunum í Stuttgart
Íslenska kokkalandsliðið náði þriðja sæti á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem haldnir voru í Stuttgart í Þýskalandi fyrstu vikuna í febrúar. Úrslitin voru tilkynnt á lokahátíð leikanna við mikinn fögnuð. Þetta er í annað sinn sem íslenskir matreiðslumenn ná þetta góðum árangri en nú jöfnuðu þeir framúrskarandi árangur sem náðist fyrir fjórum árum þegar liðið náði…
Verðbreytingar um áramót
Um áramót taka í gildi verðbreytingar á grænmetiskössum Matlands. Verð þeirra hefur verið óbreytt frá upphafi en þeir hækka nú í takti við almennar verðlagsbreytingar og hækkanir hjá birgjum.Verð fyrir áskrift verður 4.995 kr. pr. kassa og stakir kassar munu kosta 5.260 krónur. Flutningsgjöld taka ekki breytingum núna um áramót.Fyrsti grænmetiskassi nýs árs…
Hólsfjallahangikjötið á Matlandi
Matland býður upp á hið landsþekkta Hólsfjallahangikjöt úr N-Þingeyjarsýslu. Kjöt af veturgömlum sauðum sem er unnið samkvæmt gömlum hefðum hjá Fjallalambi á Kópaskeri. Það er taðreykt og kappkostað að nota eins lítið salt og mögulegt er í vinnslunni. Tvíreykt sauðahangilæri með beini - 20% afsláttur 21.865 kr. – 22.398 kr. Veldu kostiHólsfjallahangikjötið og Fjallalamb…
Inga og Óli í Heiðmörk eru ræktendur ársins
Sölufélag garðyrkjumanna hefur undanfarin ár valið „ræktendur ársins“ innan sinna raða. Í ár hlutu hjónin Inga Sigríður Snorradóttir og Óli Finnsson á garðyrkjustöðinni Heiðmörk í Laugarási þennan heiður.Óli og Inga hafa komið með nýjungar inn á markaðinn eins og eldpipar, sætar paprikur og snakkpaprikur. Þessar tegundir hafa slegið í gegn og njóta sífellt…
Grænlambið gengur á vel grónu beitilandi
Matland býður upp á fullmeyrnað lambakjöt frá bænum Árdal í Kelduhverfi. Kjötið kemur af heiðargengnum lömbum sem ganga á grónum afrétti með lynggróðri og kjarri. Bændurnir í Árdal markaðssetja vörurnar sínar undir vörumerkinu „Grænlamb“ en einungis afurðir sauðfjár sem gengur í sameiginlegum beitilöndum Keldhverfinga eru markaðssettar og seldar undir merkinu. Lömb merkt Grænlambi hafa…
Sérmeyrnað lambakjöt frá Glitstöðum
Matland hefur til sölu fyrsta flokks sérmeyrnað lambakjöt frá fyrirmyndarbúinu Glitstöðum í Borgarfirði. Mjúkt og meyrt kjöt sem hefur fengið að hanga í sjö daga. Þegar kjötið fær að hanga minnkar vökvinn í því og það verður meyrara. Handverkssláturhúsið í Brákarey á heiðurinn af kjötvinnslunni og frágangi.Glitstaðir eru blandað bú með kýr og kindur…
Villiblómahunang frá Hveragerði
Íslenska Fífilbrekkuhunangið frá Hveragerði er nú komið á krukkur og er í boði á Matlandi í takmörkuðu magni. Hunangið er afrakstur býflugna sem safna frjókornum og blómasafa í hlíðum Reykjafjalls í Ölfusi. Flugurnar eru oft sjáanlegar í görðum í Hveragerði þar sem þær sækja í allskonar blóm t.d. fífla, víði, blóðberg, mjaðurt og ýmis garðablóm.…
Má bjóða þeir heilan lambaskrokk?
Matland býður upp á heila skrokka af lambakjöti frá bænum Miðhúsum á Ströndum. Það er fátt betra en að eiga nóg af lambakjöti í frystikistunni. Gæðalamb frá bændunum Viðari Guðmundssyni og Barböru Guðbjartsdóttur.Fyrsta afhending haustsins verður í Reykjavík þriðjudaginn 3. október.Boðið er upp á 4 tegundir af sögun: A. Bæði…