Skip to content Skip to sidebar Skip to footer

Matur & drykkur

Lax úr landeldi í Öxarfirði unninn á gamla mátann
Matland býður nú upp á lax frá fiskverkuninni Hnýfli í Eyjafirði, bæði kofareyktan og grafinn. Laxinn er ræktaður í landeldi í Öxarfirði og verkaður á Akureyri eftir gömlum og rótgrónum aðferðum. Eldisstöðin í Öxarfirði. Myndir / Starfsfólk Samherja Fiskverkunin Hnýfill var stofnuð i desember 1995 af Davíð Kristjánssyni reykmeistara, Ingveldi Jóhannesdóttur, Þorvaldi Þórissyni og Erni Smára…
Silfur hafsins á hvers manns disk
Íslendingar hafa aldrei borðað síld í sama mæli og flestar nágrannaþjóðirnar, heldur ekki á þeim tímum þegar síldveiðar voru ein mikilvægasta atvinnugrein okkar. Eina útgáfu síldar má þó segja að við höfum tekið í fulla sátt og það er maríneraða síldin – krydduð eða ókrydduð – sem er ómissandi á jólaborðinu hjá mörgum en aðrir…
Brauðterta með rækjusalati Laufeyjar
Það hafa örugglega flestir sem búsettir eru á Íslandi gætt sér á brauðtertum í einhverri veislunni. Brauðtertan er sögð eiga uppruna sinn að rekja til Svíþjóðar þar sem hún er afar vinsæl en einnig þekkist til hennar í Finnlandi og Eystrasaltslöndunum þar sem þær eru fylltar með ýmsu gúmmelaði. En undirstaðan er yfirleitt sú sama…
Fiskur í pestó- og rjómaostasósu með tómötum
Laufey Rós Hallsdóttir matráður á Eskifirði fær seint nóg af fiskmeti. Hún deilir með lesendum Matlands frábærri og einfaldri uppskrift að ofnbökuðum fiski þar sem pestó, ostur og tómatar leika lykilhlutverk. „Það er alveg sama hversu oft ég borða fisk eða elda fyrir aðra, hann er alltaf jafn góður! Eitt hollasta og besta hráefni sem…
Hreindýrabollur með sveppa- og bláberjasósu
Nanna Rögnvaldardóttir deilir hér uppskrift að hreindýrabollum með sveppa- og bláberjasósu með lesendum Matlands. Þetta er sannkallaður sparimatur en það er líka hægt að búa til klassískar bollur (sjá uppskrift hér). Nanna mælir með að krydda hreindýrahakkið hóflega til þess að kæfa ekki hreindýrabragðið. Magurt hreindýrahakk getur orðið býsna þurrt þegar það er matreitt og…
Klassískar hreindýrabollur að hætti Nönnu Rögnvaldar
Auðvitað er hægt að gera flest það sama úr hreindýrahakki og t.d. nautahakki. Best er þó að krydda ekki mjög mikið til að kæfa ekki hreindýrabragðið. Magurt hreindýrahakk getur orðið býsna þurrt þegar það er matreitt og því inniheldur besta hakkið töluvert af fitu – þegar allt kemur til alls er bragðið ekki síst í…
Æðisgenginn kjúklingur í karrý
Ég bjó til þessa kjúklingauppskrift fyrir matarboð og rétturinn sló aldeilis í gegn - dásamaður af öllum! Heimagert naan-brauð gerði útslagið en þau voru svo mjúk að þau minntu helst á skýjahnoðra. Ásamt brauðinu var meðlætið krydduð hrísgrjón og létt salat. Ég get sagt í fullri hreinskilni að enginn fór svangur héðan út. Ég er…
Hreppamjólk hyggst framleiða fituríkan rjómaís
Nýr rjómaís er væntanlegur á markað frá Fjölskyldubúinu ehf. í Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem á og rekur mjólkurvinnsluna Hreppamjólk. Fyrir eru ýmsar vörur frá Hreppamjólk á markaðnum en það vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar fyrirtækið bauð upp á mjólk í lausu máli í verslun Krónunnar í Lindum í Kópavogi. Gullslegnar umbúðir…
Fréttabréf

Skráðu þig til að fá fréttabréf Matlands í tölvupósti.

Please wait...

Takk fyrir skráninguna!

Matland.is © 2022. Allur réttur áskilinn –  Kaupskilmálar

Visa - Mastercard