Skip to content Skip to sidebar Skip to footer

Uppskriftir

Silfur hafsins á hvers manns disk
Íslendingar hafa aldrei borðað síld í sama mæli og flestar nágrannaþjóðirnar, heldur ekki á þeim tímum þegar síldveiðar voru ein mikilvægasta atvinnugrein okkar. Eina útgáfu síldar má þó segja að við höfum tekið í fulla sátt og það er maríneraða síldin – krydduð eða ókrydduð – sem er ómissandi á jólaborðinu hjá mörgum en aðrir…
Brauðterta með rækjusalati Laufeyjar
Það hafa örugglega flestir sem búsettir eru á Íslandi gætt sér á brauðtertum í einhverri veislunni. Brauðtertan er sögð eiga uppruna sinn að rekja til Svíþjóðar þar sem hún er afar vinsæl en einnig þekkist til hennar í Finnlandi og Eystrasaltslöndunum þar sem þær eru fylltar með ýmsu gúmmelaði. En undirstaðan er yfirleitt sú sama…
Einföld berjabaka
Frederik Kopsch er áhugakokkur sem býr í Lundi í Svíþjóð og heldur úti Facebook-síðunni „Sænski kokkurinn“. Þar birtir hann fjölda ljúffengra uppskrifta og þar á meðal þessa þar sem bláber eru í aðalhlutverki. „Í þetta skiptið gerði ég bláberjaböku. Þessi uppskrift er orðin uppáhalds bökuuppskriftin mín. Það eru svo margir ávextir og ber sem maður…
Fiskur í pestó- og rjómaostasósu með tómötum
Laufey Rós Hallsdóttir matráður á Eskifirði fær seint nóg af fiskmeti. Hún deilir með lesendum Matlands frábærri og einfaldri uppskrift að ofnbökuðum fiski þar sem pestó, ostur og tómatar leika lykilhlutverk. „Það er alveg sama hversu oft ég borða fisk eða elda fyrir aðra, hann er alltaf jafn góður! Eitt hollasta og besta hráefni sem…
Hreindýrabollur með sveppa- og bláberjasósu
Nanna Rögnvaldardóttir deilir hér uppskrift að hreindýrabollum með sveppa- og bláberjasósu með lesendum Matlands. Þetta er sannkallaður sparimatur en það er líka hægt að búa til klassískar bollur (sjá uppskrift hér). Nanna mælir með að krydda hreindýrahakkið hóflega til þess að kæfa ekki hreindýrabragðið. Magurt hreindýrahakk getur orðið býsna þurrt þegar það er matreitt og…
Kjötsúpa Matlands
Fátt er þjóðlegra og betra en íslensk kjötsúpa. Matland býður til kjötsúpuveislu þar sem nýtt grænmeti og lambakjöt af nýslátruðu frá bænum Miðhúsum á Ströndum er í aðalhlutverki. Það eru margar uppskriftir til af kjötsúpu en við mælum með að fólk eldi drjúgan skammt og bjóði fólki í mat. Sumum finnst kjötsúpan raunar best við aðra og…
Klassískar hreindýrabollur að hætti Nönnu Rögnvaldar
Auðvitað er hægt að gera flest það sama úr hreindýrahakki og t.d. nautahakki. Best er þó að krydda ekki mjög mikið til að kæfa ekki hreindýrabragðið. Magurt hreindýrahakk getur orðið býsna þurrt þegar það er matreitt og því inniheldur besta hakkið töluvert af fitu – þegar allt kemur til alls er bragðið ekki síst í…
Heitur brauðbúðingur með viskíslettu
Brauðbúðingur er þekktur eftirréttur á mörgum stöðum í heiminum. Hann er til í ótal mismunandi útfærslum og sósur eða ís hafður með. Vanillu- eða viskísósur eru mjög vinsælar en mér finnst best að flækja ekkert hlutina og nota heita íssósu og smá vanilluís eða rjóma með. Nýtum brauðafgangana Brauðbúðingur er yfirleitt gerður úr brauði sem…
Fréttabréf

Skráðu þig til að fá fréttabréf Matlands í tölvupósti.

Please wait...

Takk fyrir skráninguna!

Matland.is © 2022. Allur réttur áskilinn –  Kaupskilmálar

Visa - Mastercard