Skelltu saman matarmiklu salati með ofnbökuðum laxi eða bleikju, stökku grænkáli, hráu spergilkáli og súrsætu epli. Þetta ferska salat er bæði mettandi og bragðgott og er fullkomnað með ferskri sinnepssósu.
Grænmeti í áskrift
Frá: 5.320 kr. / á mánuði
Veldu kosti
Aðferð Stillið ofninn á 200°C.Kryddið laxinn með salti, pipar og sítrónuberki.…
Fiskur
Það er aldrei nóg til af fiskréttum, enda varla hægt að borða of mikið af þessu gæða próteini sem við höfum aðgang að hér á Íslandi. Þessi réttur kom upp úr kafinu eftir langan og erfiðan dag. Ýmislegt sem til var í ísskápnum og matargerðin tók ekki langan tíma. Rétturinn bragðaðist vel og allir sælir.…
Það sem ég lærði bæði í skóla og praktík hér í Kaupmannahöfn var að velta rauðsprettuflakinu fyrst í hveiti, svo eggjablöndu og raspi, þá djúpsteikt í olíu við 165-175 gráður þar til gullinbrúnt. Leggja upp á pappír, salta vel og bera fram með réttu meðlæti – en þá má einmitt alls ekki vanta hið elskaða…
Lúða þekkist undir nokkrum nöfnum eins og flyðra, heilagfiskur, spraka eða stórlúða og þykir herramannsmatur. Smálúða er unglúða sem er á aldrinum 2-5 ára og fæst stundum í fiskbúðum. Sjómönnum er bannað að veiða lúðuna en það er þó heimilt að landa lúðu sem kemur sem meðafli á öðrum veiðum. Hægt er að elda…
Matreiðslumeistarinn Jón K.B. Sigfússon er maðurinn á bak við flesta fínu réttina sem Friðheimar hafa boðið upp á í áranna rás. Hann á það til að deila myndum úr tilraunaeldhúsinu og gaf Matlandi góðfúslegt leyfi til að birta nokkrar uppskriftir. Eins og sönnum listamanni sæmir skrifar hann fyrirmælin á blaðsnifsi og stundum fylgja teikningar með.…
Það er fátt betra en heimagerðar fiskibollur - og hvað þá á bolludaginn! Ég átti til reykta ýsu og þorsk og ákvað að prófa að hakka það saman og gera fiskibollur. Þær komu líka svona ljómandi vel út. Bragðmiklar og mjúkar undir tönn og gott að bera fram með brúnni lauksósu, laukfeiti eða smjöri og…
Þessi fiskisúpa, sem kallast „Cullen skink“, á uppruna sinn að rekja til Skotlands. Hún er með þeim allra einföldustu fiskisúpum sem ég veit um. Hún inniheldur ekki mörg hráefni en er samt sem áður einstaklega góð, matar- og næringarrík. Ekki skemmir fyrir að í hana er notuð reykt ýsa, sem gefur henni sérstaklega gott…
Nanna Rögnvaldardóttir dregur upp úr sarpinum tvær skotheldar uppskriftir þar sem reykt ýsa er í aðalhlutverki. Manstu hvað reykta ýsan í gamla daga var góð? Matland býður upp á reykta ýsu frá Hnýfli í Eyjafirði sem landað er á Dalvík. Alls 1,5 kg af reyktri gæðaýsu í loftþéttum umbúðum, roðflettri og skorinni í bita. Reykt…
Fyrir rétt rúmum áratug kynntist ég hrognunum aftur, þá á klassískum smörrebrauðsveitingastað í miðborg Kaupmannahafnar. Ég var vön þeim frá barnæsku sem kvöldmat, soðnum og bornum fram með smjöri, kartöflum og fiski. Algert lostæti. Í dag bíð ég alltaf í eftirvæntingu eftir janúar – en þá er jólatörnin búin með sínu mikla kjötáti og ferskt…
Reykta ýsu er hægt að matreiða á marga vegu. Hér eru uppskrift fyrir 2-3 einstaklinga þar sem meðlætið er linsubaunir og spínat með hollenskri sósu. Hráefni fyrir 2-3 400-500 g reykt ýsa 250 ml mjólk pipar Linsur með spínati 200 ml puy-linsur1/2 rauðlaukur, saxaður1 sellerístöngull, saxaður1 lárviðarlauf1 timjankvistur1 tsk…