Deila þessari síðu
Þær gleðifréttir bárust nýlega að hin svokallaða ARR-arfgerð hafi fundist hjá þremur ám í viðbót við þá sex einstaklinga sem áður hafa greinst. Arfgerð þessi er verndandi gegn riðu í sauðfé og er því bylting í sauðfjárrækt á Íslandi og í baráttunni við hinn illvíga sjúkdóm.
Arfgerðin er viðurkennd á alþjóðavísu og vonir standa til að við fund þennan sé loksins hægt að sjá fyrir endalok riðuveiki hér á landi.
Þeir gripir sem fundnir eru gefa fyrirheit um að arfgerðin finnist víðar á landinu og að þannig megi vonandi koma henni hraðar inn í sauðfjárstofninn.
Skipulagðar aðgerðir til að útrýma riðu hafa staðið síðan 1980 og allar hjarðir sem hún fundist í verið skornar niður síðan 1986.