Deila þessari síðu
Matland er hægt og rólega að færa út kvíarnar og fjölga dreifingarstöðum utan höfuðborgarsvæðisins. Frá og með föstudeginum 3. maí verða grænmetiskassar Matlands í boði í Neskaupstað. Á hverjum föstudegi geta Norðfirðingar nálgast sinn kassa í Nesbæ kaffihúsi hjá henni Siggu og hennar fólki á Egilsbraut 5.
Matland býður íbúa í Neskaupstað velkomna í grænmetisáskrift
-
Grænmeti í áskriftFrá: 4.995 kr. / á mánuði
Nesbær er rótgróið kaffihús í hjarta Neskaupstaðar þar sem hægt er að kaupa mat, bakkelsi, gjafavöru, garn, blóm og margt fleira. Grænmetiskassarnir koma síðdegis á föstudögum en kaupendur fá SMS til að minna á kassann.
Grænmetiskassar Matlands eru eingöngu seldir í áskrift en hægt er að velja um að fá vikulega sendingu, á tveggja vikna fresti eða mánaðarlega. Auðvelt er að segja áskriftinni upp eða gera tímabundið hlé.
Vilt þú fá grænmetiskassa í þinn heimabæ og getur bent okkur á góða dreifingaraðila? Láttu vita í síma 862-3412 eða sendu póst á matland@matland.is.
-
Grænmeti í áskriftFrá: 4.995 kr. / á mánuði
-
Product on saleKjöt í kassa – 5 pk. hakk, 5 hamborgarar, 2 pk. snitsel og 2 pk. gúllasOriginal price was: 19.670 kr..18.290 kr.Current price is: 18.290 kr..