Deila þessari síðu
„Við sjáum mikla möguleika til frekari sóknar,“ segir Einar Örn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Hnýfils á Akureyri en fyrirtækið rekur fiskvinnslu og reykingu í húsnæði sínu við Óseyri í Sandgerðisbót. Sölusvæði Hnýfils er stórt, þeir sjá flestum mötuneytum í heimabænum fyrir fiski, fyrirtækjum og skólum og selja einnig umtalsvert magn um allt Norðurland sem og Austurland. Þá eru veitingahús á svæðinu í hópi kaupenda og nú nýlega bættist Matland við sem söluaðili Hnýfils.
Einar hefur starfað hjá fyrirtækinu í eitt ár, en hann hóf störf þegar félagið skipti um eigenda. Staðið hefur yfir úttekt og greining á fyrirtækinu, styrkleikum þess og hvar fýsilegast er að sækja fram til frekari landvinninga.
„Við erum að fara yfir stöðuna, sjá betur hvar hagkvæmast er að sækja fram og hvað betur má gera,“ segir Einar.
-
Reykt ýsa – roðlaus í bitum – 1 kg4.170 kr.
Hnýfill hefur starfað á Akureyri frá árinu 1995 og ekki langt að bíða þar til þrjátíu ára afmælið rennur upp. Nafnið merkir bát sem klýfur ölduna, eða sá sem ryður brautina. Stofnendur félagsins voru fjórir, Davíð Kristjánsson, Ingveldur Jóhannesdóttir, Þorvaldur Þórisson og Örn Smári Kjartansson. Þau komu sér upp starfsstöð við Skipatanga 35, nyrst á Oddeyri, á milli Slippstöðvar og Útgerðarfélags Akureyringa, en þar hafði áður verið starfrækt reykmiðstöð. Það er nú hluti af hafnarsvæðinu. Húsnæðið var um 180 fermetrar að stærð.
Reykt með gamla laginu
Félagið einbeitti sér að því að reykja sjávarafurðir af öllu tagi og sölu þeirra, sem og einnig var saltað, þurrkað og seldar ferskar fiskafurðir á nærmarkaðinn. Einar segir að Davíð, einn stofnenda sem rak Reykmiðstöðina á árunum 1973 til 1985 hafi þróað aðferð við reykingu matvæla sem enn sé notuð hjá fyrirtækið og þykir einkar vel heppnuð.
Aðferðin byggist á því að nota engin aukaefni, eingöngu salt, vandað reykefni og þurrkun, allt náttúruleg efni.
„Með þessari aðferð náum við að framleiða gæðavöru sem fellur viðskiptavinum mjög vel í geð, það skilar sér margfalt að vanda til verka og bjóða upp á gæði. Þessi aðferð við að reykja matvæli tekur lengri tíma, þetta er allt annað verklag en víða tíðkast og sparar tíma og fyrirhöfn, t.d. með sprautun. Við leggjum mikla alúð í þetta verkefni og okkar viðskiptavinir segja matvælin betri gerð með gamla laginu en því nýja. Þannig að við munum halda okkur við þessa aðferð áfram,“ segir Einar.
Hnýfill flutti starfsemi sína að Óseyri um áramótin 2000, en þar höfðu eigendur keypt tæplega 500 fermetra vandað húsnæði sem smellpassaði fyrir matvælaframleiðslu.
Allur hvítur fiskur er keyptur á markaði, en lax og bleikja koma úr landeldi Silfurstjörnunnar í Öxarfirði og landeldi Samherja á Suðurnesjum. Einar leggur áherslu á að nota sem mest fisk úr landeldi, en hann segir að vaxandi óþol sé hér á landi gagnvart sjókvíaeldi.
Nýjar vörur í bland við klassískar útfærslur
„Allar okkar vörur eru seldar bæði á mötuneytis- og neytendamarkaði. Frá upphafi hefur Hnýfill verið með sínar vöru til sölu hjá Samkaupakeðjunni og þar hafa viðtökur ávallt verið góðar,“ segir hann. Undanfarið hefur mikil vinna farið í þróun umbúða fyrir neytendamarkað og þá er einnig verið að bjóða annars konar framsetningu en áður, m.a. verið að skera niður í bita og sneiðar sem fólki líkar vel.
„Það má segja að við bjóðum í bland upp á þjóðlega rétti sem gengið hafa um langt árabil, eins og súran hval og hákarl og reykta ýsu, en einnig eru við á fullu við að þróa nýjar vörur og hyggjumst sækja fram á nýja markaði með þær,“ segir Einar, en m.a. eru uppi hugmyndir um að koma reyktum afurðum á markað erlendis.
-
Reykt ýsa – roðlaus í bitum – 1 kg4.170 kr.
-
Kofareyktur lax – heilt eða hálft flak4.080 kr. – 7.580 kr.
-
Flögusalt frá Saltverki1.295 kr.
-
Léttsaltaðar gellur2.860 kr.