Deila þessari síðu
Matland lætur ekki sitt eftir liggja í jólamánuðinum og býður upp á margskonar góðgæti. Árstíðarbundnar vörur eins og hangikjöt og jólasíld er gaman að snæða. Eitthvað alveg sérstakt og spari. Við afhendum vörur á þriðjudögum og fimmtudögum á aðventunni. Um að gera að skoða úrvalið og velja hvað hentar þér.
Við settum saman tvær gerðir af jólakössum þar sem er brot af því besta. Tilvaldir sem gjafir eða til að koma sér upp góðum birgðum í ísskápnum fyrir hátíðarnar.
Pylsumeistarinn útvegar vinsælu Ballerone-skinkuna, sveitapaté með camembert-osti og einiberjapylsu. Laxinn kemur frá Hnýfli í Eyjafirði, sultur, sósur og reyktir ostar frá Völlum í Svarfaðardal og kaffi frá Kaffibrugghúsinu. Piltarnir hjá Smjer leyfa okkur að smakka Portó-sósu sem er ný smjörsósa á markaðnum með púrtvíni og sveppum.
Kassarnir okkar heita „Brandajól“ og „Litlujól“ og eru eins og nöfnin gefa til kynna af tveimur stærðum. Hægt er að velja um tvær afhendingardagsetningar, þriðjudagana 13. des. og 20. desember.
Síldin frá Ósnesi á Djúpavogi hefur notið mikilla vinsælda. Við erum með þrjár tegundir á boðstólum; jólasíld, marineraða síld og kryddsíld. Afhendum á þriðjudögum fram að jólum.
Hangikjötið kemur úr Borgarfirðinum á fimmtudögum fram að jólum. Kjötið er ættað frá bænum Langholti frá bændunum Eiríki og Sigurbjörgu. Lambalæri sem eru reykt í Reykofninum í Kópavogi þar sem byggt er á rúmlega 40 ára reynslu. Matland mælir með að hengja lærin upp á svölum stað og fá sér flís með piparrótarsósu frá Völlum endrum og eins á aðventunni. Sjóða síðan lærið á sjálfan aðfangadagsmorgun til að jafna út skötulyktina frá Þorláksmessu.
Vinir okkar á Seljavöllum í Hornafirði hafa í allt haust sent kartöflur til viðskiptavina Matlands í hverri viku á fimmtudögum. Stórar Helgur henta vel með jólamatnum, annað hvort bakaðar eða sem Hasselback.
Laxinn frá Hnýfli í Eyjafirði hefur slegið rækilega í gegn. Heil taðreykt flök og graflax sem er ekki af þessum heimi. Allur lax sem er í boði á Matlandi kemur úr landeldi í Öxarfirði. Við afhendum laxinn á öllum þriðjudögum fram að jólum.
Sælkerabændurnir á Völlum í Svarfaðardal sjá okkur fyrir reyktum ostum og sósum í jólakassana í ár. Berin þeirra verða á sínum stað, aðalbláber, sólber og krækiber sem er gott að hafa með eftirréttunum um jólin.
Sem fyrr er nóg af kjöti í boði á Matlandi. Það er lítið eftir af hátíðarsteikum í hreindýrinu en allir ættu að geta fengið hreindýrahakk sem vilja. Minnum á góðu hreindýrabolluuppskriftir Nönnu Rögnvaldar.
Hátíðarkaffið á Matlandi kemur úr fórum Sönju Bjarkar Grant hjá Kaffibrugghúsinu. Hvað er betra en góður kaffiilmur á jólum?
Grænmetiskassarnir verða að sjálfsögðu í boði í desember eins og hina mánuði ársins. Það er nauðsynlegt að muna eftir grænmetinu því það er bæði hollt og bragðgott. Vert er að minna á að „Grænmetisgjafabréfin“ en þau sem fá þau í jólapakkanum geta leyst út grænmetiskassa hvenær sem er ásamt heimsendingu. Holl, nytsamleg og frumleg jólagjöf.
Hafið það gott á aðventunni og gleðileg jól!
-
Bökunarkartöflur – Helga – 5 kg2.540 kr.