Deila þessari síðu
Matland býður upp á heila skrokka af lambakjöti frá bænum Miðhúsum á Ströndum. Það er fátt betra en að eiga nóg af lambakjöti í frystikistunni. Gæðalamb frá bændunum Viðari Guðmundssyni og Barböru Guðbjartsdóttur.
Fyrsta afhending haustsins verður í Reykjavík þriðjudaginn 3. október.
Boðið er upp á 4 tegundir af sögun:
A. Bæði læri heil, hryggur heill, rest í sneiðar og súpukjöt.
B. Eitt læri heilt, eitt í sneiðum, hryggur heill, einn frampartur heill og rest í sneiðar og súpukjöt.
C. Allur skrokkurinn sagaður í sneiðar.
D. Sjö parta sögun: Tvö læri, hryggur, frampartur í tvennt og tvö heil slög. Engar smærri sneiðar.
Kílóverð er 1.980 kr. m. vsk. Skrokkarnir eru 16-18 kg að þyngd.
Til þess að fá dilkakjöt þarf að leggja inn pöntun hér inni á Matlandi og greiða fyrir dagslok þriðjudaginn 26. september.
Afhending
Lambaskrokkarnir verða afhentir þriðjudaginn 3. október í verslun Pylsumeistarans á Hrísateig 47 í Reykjavík milli kl. 16 og 18 eða sendir heim að dyrum á höfuðborgarsvæðinu þann dag gegn vægu gjaldi, kr. 1.350. Keyrum líka án endurgjalds á afgreiðslu Samskipa sem senda kjötið hvert á land sem er fyrir einungis 1.950 kr.
-
Grænmeti í áskriftFrá: 4.995 kr. / á mánuði
-
Lambakjöt frá Miðhúsum á Ströndum – heill skrokkur39.375 kr.
-
Hrossabjúgu frá Hellu – 2 stk.4.210 kr.