Deila þessari síðu
Michelin-guide tilkynnti í dag hvaða Skandinavísku veitingastaðir hljóta hina eftirsóttu nafnbót að bera Michelinstjörnu – eða stjörnur. Stóru fréttirnar fyrir Ísland er að veitingastaðurinn ÓX á Laugavegi er kominn með stjörnu. Það eru þeir Þráinn Freyr Vigfússon og Rúnar Pierre Heriveaux sem eiga heiðurinn af matseldinni á ÓX. Í umsögninni um Óx segir á ensku:
“This engaging dining experience is centred around a set surprise menu of top Icelandic ingredients. Traditional flavours are married with modern touches, and many of the unique, personalised dishes come with a story. The two chefs serve the food and wine, helping to create a very convivial atmosphere.”
Í lokin er klikkt út með því að segja að fagmennskan á ÓX sé í sérflokki og sannarlega þess virði að snæða á staðnum.
Dill heldur sinni stjórnu og fær rós í hnappagatið fyrir áherslu á sjálfbærni
Dill heldur sinni stjörnu en fær jafnframt „Grænu stjörnuna“ sem veitt er þeim veitingastöðum sem hafa sjálfbæra stefnu að leiðarljósi. Gunnar Karl Gíslason matreiðslumeistari er eigandi Dill.
Matland óskar eigendum og starfsfólki Óx og Dill til hamingju með verðskuldaða Michelinstjörnu.