Lýsing
Nafnið Hnýfill merkir bát sem klýfur ölduna. Sá sem ryður brautina.
Faðir tveggja stofnenda hnýfils notaði orðið „hnýfill“ um menn sem honum líkaði vel við og þótti skara framúr.
Fiskverkunin Hnýfill var stofnuð i desember 1995 af Davíð Kristjánssyni reykmeistara, Ingveldi Jóhannesdóttur, Þorvaldi Þórissyni og Erni Smára Kjartanssyni.
Fyrsta starfsstöðin var að Skipatanga 35 á Akureyri. Markmið félagsins var reyking hverskyns sjávarafurða og sala þeirra, einnig saltaðra, þurrkaða og nýrra fiskafurða á nærmarkaði.
Gömul aðferð við að reykja fisk
Reykingin byggist á aðferðum sem þróaðar voru hjá Reykmiðstöðinni sem einn af stofnendum Hnýfils, Davíð átti og rak á árunum 1973-1985. Aðferðina má kalla gamaldags þar sem engin aukaefni eru notuð.
Eingöngu salt, vandað reykefni og þurrkun, sem sagt eingöngu náttúruleg efni, sem þótti mjög sérstakt á sínum tíma en eftirsóknarvert í dag.
Árið 1999 festu eigendur Hnýfils kaup á 480 m2 húsi að Óseyri og fluttu inn í húsnæðið um áramótin 2000. Húsnæðið var þá 15 ára gamalt, mjög vandað og snyrtilegt hús til allrar matvælavinnslu.
Vörurnar sem Hnýfill selur og framleiðir á smásölu- og mötuneytamarkað í reykvörulínunni eru: kofareyktur silungur, lax, og rauðmagi, hrefnukjöt en einnig reykt ýsa og þorskur. Einnig framleiðir fyrirtækið talsvert af gröfnum laxi.
Innihaldslýsing
Lax, salt.
Næringargildi í 100 g.:
Orka 697 kJ/167 kkal
Fita 8,2 g
-þar af mettuð 1,5 g
Kolvetni 0 g
-þar af sykurtegundir 0 g
Trefjar 0 g
Prótein 23,2 g
Salt 5,5 g
Kælivara
Geymist við 0-4°C.