Lýsing
Varan
Grísarif í BBQ-sósu. Fullelduð.
1 pakki af grísarifjum frá Korngrís í Laxárdal.
Kílóverð: kr. 2.870
Grísakjöt frá svínabúinu í Laxárdal. Unnið hjá Korngrís sem er kjötvinnsla bændanna í Laxárdal, staðsett í Árnesi.
Kjötið er fulleldað. Frystivara.
Hvernig á að bera sig að við eldun á grísarifjum?
Rifin frá Laxárdal eru fullelduð og þarf aðeins að hita í ofni í 25-30 mín. eða í 10-12 mín. á heitu útigrilli. Það er upplagt að pensla BBQ-sósunni úr pokanum á meðan grillun stendur. Varist að það kvikni ekki í rifjunum.
Til hægðarauka getur borgað sig að skera rifin í sundur áður en þau eru grilluð eða hituð í ofni.
Meðlæti með rifjum er gjarnan franskar kartöflur, hrásalat, flögur og auðvitað maískólfar með íslensku smjöri.
Bændurnir
Bændurnir í Laxárdal, þau Björgvin Þór Harðarson og Petrína Þórunn Jónsdóttir.
Laxárdalur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er efsti bær í gamla Gnúpverjahreppi að vestanverðu, við Stóru-Laxá. Jörðin er að stórum hluta fjalllendi, nokkuð grýtt en víða með vel grónum og skjólsælum högum. Býlið hefur verið í eigu sömu ættar síðan árið 1904.
Svínabúið í Laxárdal hefur mikla sérstöðu að því leyti að á búinu er umfangsmikil kornframleiðsla og stór hluti af svínafóðrinu heimafenginn. Tvær kynslóðir vinna á búinu en foreldrar Björgvins, þau Hörður Harðarson og María Guðný Guðnadóttir, eru einnig í búrekstrinum.
Bæjarstæðið í Laxárdal er einstaklega fagurt og snyrtilegt heim að líta. Myndir / Laxárdalur
Vetrarríki í Laxárdal.
Næringarinnihald
M.v. 100 grömm af grísarifjum
Orka: 1109 kJ, 265 kcal.
Prótein: 16 g
Fita: 22 g, þ.a. mettaðar fitusýrur 7,9 g
Kolvetni: 2,8 g, þ.a. sykur 2,7 g
Salt: 0,5 g
Innihald í BBQ-sósu: Vatn, sykur, krydd, tómatpúrra, sýrustillir, melassi, salt, sinnep, E-250, E-330, E-150 og E-450.
Um vörurnar
Upprunaland: Ísland
Pökkun og dreifing: Unnið í kjötvinnslu Korngríss í Árnesi. Dreifing á höfuðborgarsvæðinu: Matland. Dreifing utan höfuðborgarsvæðisins er á vegum Samskipa.
Slátrað og unnið á Íslandi.
Sláturhús: Sláturhús SS (nr.A081) á Selfoss
Framleiðendur: Korngrís.
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is
Afhendingarstaður fyrir þá sem sækja vöruna í Reykjavík: Verslun Pylsumeistarans, Hrísateig 47 í Reykjavík.