Lýsing
Afhending mánudaginn 21. okt.
Eldunarleiðbeiningar
Bollurnar eru fulleldaðar. Hitið í ofni við 160-180°C í 10-12 mínútur þangað til bollurnar eru heitar í gegn. Það er líka í góðu lagi að skella bollunum á pönnu ásamt lauksmjöri og steikja þar til þær eru orðnar heitar. Í örbylgjuofni er hitunartíminn á bilinu 3-4 mínútur en fer eftir styrk.
Lauksmjör
Lauksmjör er klassískt meðlæti með fiskibollum, hvort sem þær eru heimagerðar eða keyptar.
3-4 laukar
100 g smjör
Flysjaðu laukinn og saxaðu hann frekar gróft eða skerðu hann í tvennt og helmingana síðan í sneiðar. Bræddu smjörið við vægan hita í potti eða á djúpri pönnu, settu laukinn út í og láttu krauma rólega þar til laukurinn er orðinn mjög mjúkur – það gæti tekið 10-15 mínútur og þess vegna er best að byrja á þessu áður en bollurnar eru settar á pönnuna. Laukurinn má gulna dálítið en alls ekki brúnast eða brenna. Hrærðu í honum öðru hverju. Heimild / Nanna Rögnvaldardóttir
Sumir bræða meira af smjöri og þeyta örlítið af volgu vatni þið það með písk. Við það verður feitin þynnri og ögn froðukenndari.
Varan
Fiskibollur Sjávarbúrsins
Glúten-, mjólkur- og eggjalausar.
Ofnæmis- og óþolsvaldar: Ýsa, þorskur, sinnepsfræ
Næringargildi í 100 g
Orka 404 kJ / 95 kkal
Fita 0,65 g
– þar af mettuð fita 0,11 g
Kolvetni 5,07 g
– þar af sykurtegundir 0,29 g
Trefjar 0,34 g
Prótein 17,11 g
Salt 0,18 g
Steikt uppúr repjuolíu.
Innihald:
Ýsa og Þorskur (85%)
Laukur
Kartöflumjöl
Maísmjöl
Karrý
Krydd (kóríander, paprika, turmeric, cumin, engifer, kanilduft, SINNEPSFRÆ, hvítlauksduft)
Salt
Hvítur pipar
Ofnæmis- og óþolsvaldar: Ýsa, þorskur, sinnepsfræ
Kælivara 0-4°C
Upprunaland: Ísland
Framleiðsla og pökkun: Sjávarbúrið, Hvaleyrarbraut 2, 220 Hafnarfjörður. Netfang: sjavarburid@sjavarburid.is
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is
Afhendingarstaður fyrir þá sem sækja vöruna eftir kl. 16 á mánudögum: Afhendingarstaður Matlands á Hrísateig 47 í Reykjavík.