Skip to content Skip to footer

Fiskibollur frá Sjávarbúrinu

1.215 kr.4.860 kr.

Fiskibollur eru alltaf vinsælar, sérstaklega með góðum kartöflum og lauksmjöri. Lykillinn að góðum fiskibollum Sjávarbúrsins er úrvalshráefni og hátt hlutfall fiskjar í bollunum (85% þorskur og ýsa). Þær eru glúten, mjólkur- og eggjalausar. Bollurnar eru fullsteiktar og hafa aldrei verið frystar.

Matland afhendir ferskar fiskibollur á hverjum mánudegi. Þær eru steiktar og það eina sem þú þarft að gera er að hita bollurnar í ofni í 10-12 mínútur við 160-180°C. Einfaldari gerist matargerðin ekki.

Bollurnar eru afhentar í lofttæmdum umbúðum, 500 g og 1.000 g. Það eru á bilinu 14-15 bollur í kílóinu. Verð 2.430 kr./kg

Það fer nærri að áætla 4-5 bollur á hvern fullorðinn einstakling.

Athugið að búið er að færa skráningarfrest fram á föstudagskvöld.

Næsta afhending á fisk frá Sjávarbúrinu hjá Matlandi verður mánudaginn 21. október, síðdegis.

Við sendum fiskmetið gegn vægu gjaldi eða þú sækir til Matlands á Hrísateig 47 í Reykjavík síðdegis á mánudögum (þriðjudögum ef mánudagar hitta á rauða daga). Matland sendir SMS þegar varan er tilbúin til afhendingar. Sendingar út fyrir höfuðborgarsvæðið fara með Samskipum á afgreiðslur um allt land.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: , Merkimiðar: , Vörunúmer:36081

Lýsing

Afhending mánudaginn 21. okt.

Eldunarleiðbeiningar

Bollurnar eru fulleldaðar. Hitið í ofni við 160-180°C í 10-12 mínútur þangað til bollurnar eru heitar í gegn. Það er líka í góðu lagi að skella bollunum á pönnu ásamt lauksmjöri og steikja þar til þær eru orðnar heitar. Í örbylgjuofni er hitunartíminn á bilinu 3-4 mínútur en fer eftir styrk.

Lauksmjör

Lauksmjör er klassískt meðlæti með fiskibollum, hvort sem þær eru heimagerðar eða keyptar.

3-4 laukar
100 g smjör

Flysjaðu laukinn og saxaðu hann frekar gróft eða skerðu hann í tvennt og helmingana síðan í sneiðar. Bræddu smjörið við vægan hita í potti eða á djúpri pönnu, settu laukinn út í og láttu krauma rólega þar til laukurinn er orðinn mjög mjúkur – það gæti tekið 10-15 mínútur og þess vegna er best að byrja á þessu áður en bollurnar eru settar á pönnuna. Laukurinn má gulna dálítið en alls ekki brúnast eða brenna. Hrærðu í honum öðru hverju. Heimild / Nanna Rögnvaldardóttir

Sumir bræða meira af smjöri og þeyta örlítið af volgu vatni þið það með písk. Við það verður feitin þynnri og ögn froðukenndari.

Varan

Fiskibollur Sjávarbúrsins
Glúten-, mjólkur- og eggjalausar.
Ofnæmis- og óþolsvaldar: Ýsa, þorskur, sinnepsfræ

Næringargildi í 100 g
Orka 404 kJ / 95 kkal
Fita 0,65 g
– þar af mettuð fita 0,11 g
Kolvetni 5,07 g
– þar af sykurtegundir 0,29 g
Trefjar 0,34 g
Prótein 17,11 g
Salt 0,18 g

Steikt uppúr repjuolíu.

Innihald:
Ýsa og Þorskur (85%)
Laukur
Kartöflumjöl
Maísmjöl
Karrý
Krydd (kóríander, paprika, turmeric, cumin, engifer, kanilduft, SINNEPSFRÆ, hvítlauksduft)
Salt
Hvítur pipar

Ofnæmis- og óþolsvaldar: Ýsa, þorskur, sinnepsfræ

Kælivara 0-4°C

Upprunaland: Ísland
Framleiðsla og pökkun: Sjávarbúrið, Hvaleyrarbraut 2, 220 Hafnarfjörður. Netfang: sjavarburid@sjavarburid.is
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is
Afhendingarstaður fyrir þá sem sækja vöruna eftir kl. 16 á mánudögum: Afhendingarstaður Matlands á Hrísateig 47 í Reykjavík.

Frekari upplýsingar

Þyngd

500 g (7-8 bollur), 1000 g (14-15 bollur), 1500 g (21-23 bollur), 2000 g (28-30 bollur)

Þér gæti einnig líkað við…