Lýsing
Á Matlandi er boðið upp á áskrift að grænmetiskössum frá íslenskum bændum. Úrvalið er breytilegt eftir því hvað er til hverju sinni en við munum auglýsa innihald í hverjum kassa með fyrirvara. Oft á tíðum eru einhverjar vörur í kassanum sem ekki er almennt að finna í stórmörkuðum, t.d. vegna lítillar framleiðslu. Það getur komið fyrir að við tiltekt verði breytingar á innihaldi kassans, m.a. vegna þess að vara sé uppseld eða ekki til. Þá áskilur Matland sér að skipta viðkomandi vöru út fyrir aðra.
Áskrift
Viðskiptavinir geta valið um að fá vikulegan kassa, á tveggja vikna fresti eða mánaðarlega. Þeir sem eru í áskrift fá 5% afslátt og kostar hver kassi kr. 4.995. Heimsending á höfuðborgarsvæðinu kostar kr. 1.350. Sendingar á afhendingarstaði Samskipa um allt land kosta kr. 1.950. Kassar eru afhentir, keyrðir heim til kaupenda eða á flutningastöð Samskipa á fimmtudögum. Fyrir utan höfuðborgarsvæðið eru kassarnir afhendir á föstudögum. Til þess að fá kassa næsta fimmtudag (föstudag utan höfuðborgarsvæðisins) þarf að gerast áskrifandi fyrir kl. 15 á mánudegi.
Matland dreifir grænmetiskössum í Borgarnesi, á Blönduósi, Egilsstöðum, Hellu, Hvolsvelli, Neskaupstað, Reykjanesbæ, Selfossi, Siglufirði, Vík í Mýrdal og á fjórum afhendingarstöðum Pikkoló á höfuðborgarsvæðinu. Til þess að fá kassa afhenta þar þarf að skrá sig í áskrift (ekki er hægt að velja staka kassa á þessum stöðum). Það er auðvelt að breyta henni á “þínu svæði” inni á vefnum okkar.
Matland afhendir grænmetiskassa á eftirtöldum stöðum:
- Borgarnes. Ljómalind, Brúartorgi 4, 310 Borgarnesi, á föstudögum.
- Blönduós. Apótekarastofan, Aðalgötu 8, á föstudögum.
- Egilsstaðir. Salt Bistro, Miðvangi 2-4, á föstudögum.
- Hella. Villt og alið við Þingskála 4 á Hellu á föstudögum.
- Hvolsvöllur. Sveitabúðin Una við Austurveg 4 á föstudögum.
- Kópavogur. Pikkoló við Byko í Breidd. Skemmuvegur 2a. Eftir kl. 16.00 á fimmtudögum.
- Kópavogur. Pikkoló við Hæðasmára. Eftir kl. 16.00 á fimmtudögum.
- Neskaupstaður. Nesbær kaffihús. Egilsbraut 5. Afhent á föstudögum.
- Reykjavík. Matland á Hrísateig 47, kl. 16.00 á fimmtudögum.
- Reykjavík. Pikkoló við Hlemm, Rauðarárstígur, Reykjavík. Eftir kl. 16.00 á fimmtudögum.
- Reykjavík. Pikkoló í Vatnsmýri við Grósku, Ingunnargata 1, Reykjavík. Eftir kl. 16.00 á fimmtudögum.
- Reykjavík – Pikkoló á Háaleitisbraut. Eftir kl. 16.00 á fimmtudögum.
- Reykjanesbær. Blómaskúr Villu, Hafnargötu 54, Keflavík. Afhent á föstudögum.
- Selfoss. GK-bakarí, Austurvegi 31b, á föstudögum.
- Siglufjörður. SR-byggingavörur, Vetrarbraut 14, á föstudögum.
- Vík í Mýrdal. Aldan verslun, Sunnubraut 14-16, á föstudögum.
Afhending á grænmetiskössum
Grænmetiskassarnir eru afgreiddir á höfuðborgarsvæðinu milli kl. 16.00-18.00 á hverjum fimmtudegi á afhendingarstað Matlands á Hrísateig 47 og á stöðvum Pikkoló við Byko og Hæðasmára í Kópavogi, við Hlemm, Háaleitisbraut og Grósku í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Matland og Pikkaló senda SMS til kaupenda þegar kassarnir eru klárir til að minna á.
Þeir sem kjósa heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu fá kassann sendan síðdegis sama dag eða um kvöldmatarleytið.
Þau sem búa utan höfuðborgarsvæðisins fá kassana afhenta á völdum afhendingarstöðum eða senda með flutningabílum á vöruafgreiðslur Samskipa. Kassarnir eru þá til afgreiðslu á föstudögum. Afhending í verslun Villt & alið á Hellu og í Sveitabúðinni Unu á Hvolsvelli, SR-byggingavörum á Siglufirði, Apótekarastofunni Blönduósi, Salt bistro á Egilsstöðum, Nesbæ í Neskaupstað, Blómaskúr Villu í Keflavík, Öldunni í Vík, Ljómalind í Borgarnesi og í GK-bakaríi á Selfossi er á föstudögum. Matland sendir SMS til að minna viðskiptavini á að ná í kassana sem mikilvægt er að sækja samdægurs.
Helena og Knútur í Friðheimum eru á meðal bænda sem útvega Matlandi tómata í grænmetiskassana. Mynd / TB
Varan
Grænmetiskassarnir sem eru í áskrift eru þeir sömu og seldir eru í lausasölu hér á Matlandi í hverri viku. Þeir sem skrá sig í áskrift fá 5% afslátt af kassanum (fullt verð er 5.260 kr.). Hægt er að segja áskriftinni upp með viku fyrirvara inni á “Mínum síðum” á Matlandi.
Á Matland.is tilgreinum við innihald hvers kassa 6 dögum fyrir afhendingu.
Dæmi: Grænmetiskassi #30:
- Nýjar premier kartöflur frá Auðsholti, 1 kg
- Sæt paprika frá Flúðajörfa, 1 stk.
- Spergilkál (brokkólí) frá Gróðri, 1 stk.
- Tómatar frá Varmalandi, 500 g
- Basilika frá Ártanga, 1 pottur
- Paprikur frá Flúðajörfa, 2 stk.
- Rósasalat frá Hveratúni, 1 haus
- Agúrka frá Gufuhlíð, 1 stk.
- Fjallasteinselja frá Heiðmörk, 1 pk.
Í kassanum eru sumar vörurnar í umbúðum og aðrar ekki. Matland vill lágmarka umbúðanotkun en stundum er grænmetið innpakkað til þess að varðveita gæði.
Athugið: Þegar fimmtudagar eru frídagar þá hnikast afhending á grænmetiskössum aftur til miðvikudags eða fram til föstudags. Við tilkynnum það með fyrirvara.
Upprunaland: Ísland
Pökkun og dreifing: Sölufélag garðyrkjumanna, Pikkoló og Matland. Dreifing utan höfuðborgarsvæðisins er á vegum Samskipa.
Framleiðendur: Bændur innan vébanda Sölufélags garðyrkjumanna. Upplýsingar um innleggjendur hjá SFG er að finna hér.
Afhendingarstaður fyrir þá sem sækja vöruna eftir kl. 16 á fimmtudögum: Afgreiðslustaður Matlands, Hrísateig 47 í Reykjavík. Pikkolóstöðvar við Byko Breidd og Hæðasmára í Kópavogi, við Hlemm, Háaleitisbraut og Grósku í Vatnsmýri í Reykjavík.
Afhendingarstaður fyrir þá sem sækja vöruna á föstudögum utan höfuðborgarsvæðisins: Afgreiðslustaðir Samskipa. Kjötbúð Villt & alið, Þingskálum 4 á Hellu. Sveitabúðin Una á Hvolsvelli, Austurvegi 4 og GK-bakarí á Selfossi, Austurvegi 31b. Ljómalind verslun, Brúartorgi 4, Borgarnesi. Aldan Verslun, Sunnubraut 14-16, Vík í Mýrdal og SR-byggingavörur, Vetrarbraut 14 á Siglufirði, Blómaskúr Villu, Hafnargötu 54, Keflavík, Salt Bistro á Egilsstöðum, Miðvangi 2-4, Nesbæ kaffihúsi í Neskaupstað, Egilsbraut 5, og Apótekarastofan á Blönduósi, Aðalgötu 8.