Skip to content Skip to footer

Hægmeyrnuð Sirloin grillsteik frá Hvammi – Ölnaut

1.529 kr.9.409 kr.

Hægmeyrnuð Sirloin-grillsteik (e. Sirloin/Rump steak) af Ölnautunum í Hvammi í Ölfusi. Steikurnar eru hlutaðar í um 40 mm sneiðar. Fullkomin meyr steik á grillið sem bráðnar í munni. Nautin í Hvammi eru m.a. alin á bjórhrati og fá ekta mjöð síðustu mánuðina í eldinu.

Steikurnar eru í kringum 40 mm á þykkt en afar breytilegar í stærðum. Veldu þá stærð sem hentar þér í fellivalinu hér undir. Steikin á myndinni er 670 g. Kílóverð: 9.680 kr.

Kjötið er frosið.

Takmarkað magn. Afhending daginn eftir kaup.

Matland sendir þér Ölnautið gegn vægu gjaldi eða þú sækir til Matlands á Hrísateig 47, daginn eftir kaup. Við sendum SMS þegar kjötið er tilbúið til afhendingar. Sendingar út fyrir höfuðborgarsvæðið fara með Samskipum á afgreiðslur um allt land.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: , Merkimiðar: , , Vörunúmer:25228

Lýsing

Fyrsta flokks hægmeyrnað ungnautakjöt frá Hvammi í Ölfusi. Íslenskt gæðanaut!

Kjötið er búið að vera í 25 daga í heilu, hangandi í hitastýrðum kæli, ópakkað. Að því loknu var steikin skorin og pakkað í vacumplast. Hægmeyrnað nautakjöt eins og þetta er með ríku „dry age“ bragði sem er best lýst eins og vel gerjuðum osti með smá hnetukeim – og lugnamjúkt auðvitað. Við hægmeyrnuna rýrnar steikin þar sem rakinn er dreginn út úr kjötinu og náttúruleg ensím halda áfram að brjóta það niður. Útkoman er meyrt og bragðmikið kjöt.

Kílóverð: 9.680 kr.

Frystivara


Nautin í Hvammi í Ölfusi eru engin smásmíði. Þau fá gott atlæti og eru í rúmgóðum stíum. Mynd / Hvammsbúið

Bændurnir

Í Hvammi búa bændurnir Pétur Benedikt Guðmundsson og Charlotte Clausen. Sonur þeirra Davíð Clausen starfar í kjötiðnaði og sér um nautaeldið.

Nautin í Hvammi eru alin í rúmgóðum stíum og fá bjórhrat ásamt íslensku heyi alla sína ævi. Þess vegna kalla bændurnir þau „Ölnaut“. Síðustu þrjá mánuðina fyrir slátrun fá nautin alvöru bjór sem hjálpar til við að fita þau. Bjórinn kemur úr bjórverksmiðju og er ekki almenn söluvara. Hvert naut fær á bilinu 1-2 lítra af bjór á dag en hann er blandaður byggi sem ræktað er á bænum.

 

Davíð Clausen Pétursson bóndi í Hvammi varð Íslandsmeistari í kraftlyftingum á síðasta ári. Davíð lyftir 290 kg í hnébeygju, 190 kg í bekkpressu og 300 kg í réttstöðulyftu. Samanlögð þyngd í þessum þremur greinum er 780 kg eða ekki ósvipað og fullvaxið ölnaut í Hvammi eins og þau gerast myndarlegust. Mynd / Aðsend úr einkasafni

Næringarinnihald

M.v. 100 grömm af millifeitu steiktu nautakjöti:
Orka: 765 kJ, 183 kcal.
Próten: 24,3 g
Fita: 9,5 g, þ.a. mettaðar fitusýrur 4 g og ómettaðar 4,2 g
Kólestról: 72 mg
Kolvetni: 0

Hvernig er best að elda hægmeyrnað sirloin?

Sirloin-steikurnar frá Hvammi eru einstaklega meyrar og eiga að bráðna í munni ef eldunin er rétt. Steikurnar sem eru í boði á Matlandi eru allt frá 200 g og upp í rúmt kíló. Ágætt er að miða við 200-250 g á mann í aðalmáltíð.

Matland mælir með að grilla sirloin-steikina þó auðvitað sé líka hægt að steikja á pönnu og klára í ofni. Munið að það er smekksatriði hvað steikur eins og þessar eru mikið eldaðar. Sumir grillarar vilja ekki fara með hægmeyrnaðar steikur mikið upp fyrir 48°C á grillinu áður en þær fara í hvíld. Ástæðan er sú að eftir hægmeyrnunina er minni vökvi í steikinni og meiri hætta á að ofelda en ef um hefðbundna steik væri að ræða. Hægmeyrnaðar steikur eldast ögn hraðar en hefðbundnar því rakinn í þeim er minni. Mundu að það er auðvelt að bæta við hita ef þér finnst steikin þurfa meiri eldun. En það er ekki hægt að fara til baka ef kjötið eldast of mikið!

Kryddið eftir smekk en þó er mælt með að fara varlegar í söltun en ef um hefðbundið kjöt væri að ræða. Matland mælir með að nota grófmulinn pipar og flögusalt frá Saltverki.

Ef búið er að frysta nautakjöt þá er gott að gefa sér góðan tíma í að afþíða kjötið í kæli. Mikilvægt er að taka út úr kæli a.m.k. klukkutíma áður en eldamennskan hefst og hafa kjötið við stofuhita.

Ef steikin er ekki grilluð er einföld aðferð að hefja steikingu á mjög heitri pönnu, loka kjötinu með því að steikja upp úr smjöri og olíu. Klárið síðan í ofni við 180°C þar til kjarnhiti nær 52-54°C. Látið kjötið hvíla við stofuhita í 7-10 mínútur.

Ef pönnusteikt þá er gott að hita pönnuna upp í meðalhita. Berið lítilsháttar olíu á steikina og saltið og piprið eftir smekk. Hækkið þá hitann á pönnunni og skellið steikinni á ásamt vænni smjörklípu. Snúið steikinni þegar hún er orðin vel brúnuð. Mælt er með því að nota kjöthitamæli og hætta þegar hann sýnir 52°C fyrir medium-rare. Hvílið steikina í 5-7 mínútur eftir eldun áður en hún er borin fram.

Við grillun er fylgt sömu ráðum en mikilvægt að nota kjöthitamæli til að fylgjast með hitastiginu. Munið að steikin heldur áfram að eldast í hvíldinni og því ráðlegt að hætta grillun aðeins áður en æskilegu kjarnhitastigi er náð.

Kjarnhiti nautakjöts

Lítið steikt / 52-55°
Lítið miðlungs / 55-60°
Miðlungs / 60-65°
Miðlungs mikið / 65-69°
Mikið steikt / 71-75°

Aðrar upplýsingar

Kjötið frá Hvammi er unnið og pakkað hjá Ferskum kjötvörum í Síðumúla í Reykjavík.

Frystivara

Innihald: Ungnautakjöt – hægmeyrnað Sirloin
Upprunaland: Ísland
Slátrað og unnið á Íslandi.
Alið í Hvammi í Ölfusi
Framleiðandi: Ferskar kjötvörur ehf.
Sláturhús: SS á Selfossi
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is

Frekari upplýsingar

HM-sirloin grillsteik

158 g, 308 g, 432 g, 444 g, 448 g, 454 g, 470 g, 676 g, 872 g, 972 g

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Hægmeyrnuð Sirloin grillsteik frá Hvammi – Ölnaut”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *