Skip to content Skip to footer

Hangersteik af Suðurlandi

2.290 kr.3.682 kr.

Hangersteik úr sunnlenskum ungnautum. Hanger er oft kallaður steik slátrarans. Sagan segir að þeir hafi tekið þennan bita með sér heim að loknum vinnudegi og sagt engum frá hvað hún var mjúk og bragðgóð. Hanger-vöðvinn er einstaklega meyr, oft sagður „verst geymda leyndarmál kjötheimsins.“ Aðeins einn hanger er í hverju nauti en hann er á bilinu 400-1100 g á þyngd. Biti sem sést sjaldan á markaðnum en er stundum á boðstólum í betri veitingahúsum landsins.

Matland býður í takmörkuðu magni upp á hangersteik sem er frá sláturhúsunum á Selfossi og Hellu og unnar hjá Villt og alið ehf. á Hellu. Búið er að snyrta hangersteikina og taka sinina sem liggur eftir vöðvanum endilöngum.

Þú velur þína stærð með því að velja í fellivalsglugganum. Kílóverð er 4.490 krónur. Kjötið er frosið.

Við sendum þér kjötið gegn vægu gjaldi eða þú sækir í verslun Pylsumeistarans á Hrísateig 47 í Reykjavík daginn eftir kaup, seinni part dags. Við sendum SMS þegar varan er tilbúin til afhendingar. Sendingar út fyrir höfuðborgarsvæðið fara með Samskipum á afgreiðslur um allt land.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkur: Merkimiðar: , , , , Vörunúmer:29694

Lýsing

Hangersteik.

Kílóverð: 4.490 kr.

Ágætt er að miða við 200 g á mann í aðalmáltíð.

Þar sem upplýsingar liggja ekki fyrir um hvaða naut eiga í hlut getum við því miður ekki upprunamerkt hangersteikurnar umfram það að þær eru frá sunnlenskum kúa- og nautabúum.

Frystivara.

Hvernig er best að elda hangersteik?

Matland mælir með því að grilla hangersteik á snarpheitu grilli eða steikja á pönnu í nokkrar mínútur. Vöðvinn er mjög meyr en það er ekki gott að ofelda hann. Hvílið í 7-10 mínútur eftir eldun og skerið þvert á vöðvaþræðina í þunnar sneiðar.

Ef búið er að frysta nautakjöt þá er gott að gefa sér góðan tíma í að afþíða kjötið í kæli. Mikilvægt er að taka út úr kæli a.m.k. klukkutíma áður en eldamennskan hefst og hafa kjötið við stofuhita.

Aðrar upplýsingar

Kjötið er unnið og pakkað hjá Villt og alið á Hellu.

Innihald: Ungnautakjöt – hanger.
Upprunaland: Ísland
Slátrað og unnið á Íslandi.
Alið á Suðurlandi.
Framleiðandi: Villt og alið.
Sláturhús: Sláturhús SS á Selfossi og Sláturhúsið á Hellu.
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is

Frekari upplýsingar

Hangersteik

510 g, 530 g, 542 g, 588 g, 622 g, 652 g, 680 g, 698 g, 744 g, 820 g

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Hangersteik af Suðurlandi”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þér gæti einnig líkað við…