Lýsing
Fyrsta flokks kjöt af holdablendingskvígu frá Hvammi í Ölfusi.
Hakk, 20-25% fituinnihald. Kílóverð: 3.190 kr.
Frystivara.
Bændurnir
Í Hvammi búa bændurnir Pétur Benedikt Guðmundsson og Charlotte Clausen. Sonur þeirra Davíð Clausen starfar í kjötiðnaði og sér um nautaeldið. Davíð er í landsliðshópi kjötiðnaðarmanna.
Bændurnir í Hvammi; Davíð, Pétur og Charlotte.
Davíð, sem vinnur sem kjötiðnaðarmaður hjá Ferskum kjötvörum í aðalstarfi, hefur þróað nautaeldið í Hvammi eftir veru sína á Hvanneyri.
Ungnautin í Hvammi í Ölfusi fá gott atlæti og eru í rúmgóðum stíum. Myndir / TB
Aðrar upplýsingar
Frystivara.
Innihald: Ungnautakjöt, holdablendingskvígur. Hakk.
Upprunaland: Ísland
Slátrað og unnið á Íslandi.
Alið í Hvammi í Ölfusi
Framleiðandi: Villt og alið ehf. á Hellu
Sláturhús: SS á Selfossi
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is
Oskar Rudolf Kettler (staðfestur eigandi) –
Bjó til smassborgara og verða að viðurkenna að þetta er besta kjöt sem til er fyrir þá. Ég er búinn að leita vítt og breytt að almennilegu smass kjöti, keypti þetta með smá hnút í maganum vegna þess að mér þótti kjötið vera of grófhakkað en þeir voru fullkomnir. Einstaklega safaríkir og meyrir.