Lýsing
Hágæðavara frá Glitstöðum og handverkssláturhúsinu Brákarey í Borgarnesi. Kjötið er sérmeyrnað en það fékk að hanga í 7 daga eftir slátrun. Við það verður kjötið meyrara en léttist að sama skapi þar sem vökvi gufar upp úr því.
Rekjanlegt íslenskt hráefni í takmörkuðu magni með lágmarks kolefnisspor.
2 x 500 g af sérmeyrnuðu lambahakki, samtals 1 kg.
Bændurnir
Guðrún Sigurjónsdóttir bóndi á Glitstöðum. Mynd / TB
Lambakjötið er frá bænum Glitstöðum í Borgarfirði þar sem er rekið myndarlegt blandað bú með kýr og kindur. Mjólkurframleiðsla með 35 kúm er aðal-atvinnugreinin en á bænum eru líka 150 kindur. Að vera með 35 kýr í mjólkurframleiðslu þýðir að annað eins er í fjósi þ.e. geldkýr, kvígur og kálfar. Að jafnaði eru um 80 gripir í fjósinu sem fá allir sérlega gott atlæti. Bændur á Glitstöðum eru hjónin Eiður Ólason og Guðrún Sigurjónsdóttir.
Varan
Frystivara.
Innihald: Lambahakk.
Upprunaland: Ísland
Slátrað og unnið á Íslandi.
Alið á Glitstöðum í Borgarfirði.
Framleiðandi: Brákarey í Borgarnesi.
Sláturhús nr. A997 – Sláturhús Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi.
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.