Skip to content Skip to footer

Lambahakk frá Glitstöðum – sérmeyrnað

2.890 kr.

Matland hefur til sölu fyrsta flokks sérmeyrnað lambahakk frá fyrirmyndarbúinu Glitstöðum í Borgarfirði. Mjúkt og meyrt lambakjöt sem hefur fengið að hanga í sjö daga. Þú finnur muninn.

Matland selur 2 pakka í einu, samtals 1 kg. Í hverjum pakka eru um 500 g af hakki. Kílóverð 2.890 kr. .

Frystivara.

Við sendum þér kjötið gegn vægu gjaldi eða þú sækir í verslun Pylsumeistarans á Hrísateig 47 í Reykjavík daginn eftir kaup, síðdegis. Matland sendir SMS þegar varan er tilbúin til afhendingar. Sendingar út fyrir höfuðborgarsvæðið fara með Samskipum á afgreiðslur um allt land.

14 á lager

Flokkar: , Merkimiðar: , , , Vörunúmer:30171

Lýsing

Hágæðavara frá Glitstöðum og handverkssláturhúsinu Brákarey í Borgarnesi. Kjötið er sérmeyrnað en það fékk að hanga í 7 daga eftir slátrun. Við það verður kjötið meyrara en léttist að sama skapi þar sem vökvi gufar upp úr því.

Rekjanlegt íslenskt hráefni í takmörkuðu magni með lágmarks kolefnisspor.

2 x 500 g af sérmeyrnuðu lambahakki, samtals 1 kg.

Bændurnir


Guðrún Sigurjónsdóttir bóndi á Glitstöðum. Mynd / TB

Lambakjötið er frá bænum Glitstöðum í Borgarfirði þar sem er rekið myndarlegt blandað bú með kýr og kindur. Mjólkurframleiðsla með 35 kúm er aðal-atvinnugreinin en á bænum eru líka 150 kindur. Að vera með 35 kýr í mjólkurframleiðslu þýðir að annað eins er í fjósi þ.e. geldkýr, kvígur og kálfar. Að jafnaði eru um 80 gripir í fjósinu sem fá allir sérlega gott atlæti. Bændur á Glitstöðum eru hjónin Eiður Ólason og Guðrún Sigurjónsdóttir.

Varan

Frystivara.

Innihald: Lambahakk.
Upprunaland: Ísland
Slátrað og unnið á Íslandi.
Alið á Glitstöðum í Borgarfirði.
Framleiðandi: Brákarey í Borgarnesi.
Sláturhús nr. A997 – Sláturhús Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi.
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Lambahakk frá Glitstöðum – sérmeyrnað”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þér gæti einnig líkað við…