Skip to content Skip to footer

Lambahryggur frá Árdal – Grænlamb

12.298 kr.20.752 kr.

Matland býður upp á fullmeyrnað lambakjöt frá bænum Árdal í Kelduhverfi. Kjötið kemur af heiðargengnum lömbum sem ganga á fullgrónum afrétti með lynggróðri og kjarri. Kjöt sem fékk að hanga í 7 daga eftir slátrun sem þýðir meiri meyrnun.

Hryggirnir eru einstaklega vel byggðir og sumir eru afar stórir. Þetta er vara sem sést sjaldan. Sannkallaðir stórhátíðar- eða jólahryggir fyrir mannmargar veislur!

Lambakjötið er frosið og fullmeyrnað. Kílóverð 5.490 kr.

Við sendum þér kjötið gegn vægu gjaldi eða þú sækir í verslun Pylsumeistarans á Hrísateig 47 í Reykjavík daginn eftir kaup, síðdegis. Matland sendir SMS þegar varan er tilbúin til afhendingar. Sendingar út fyrir höfuðborgarsvæðið fara með Samskipum á afgreiðslur um allt land.

Veldu hér undir þá stærð sem hentar þér.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: , Merkimiðar: , , , Vörunúmer:30810

Lýsing

Lambakjötið frá Árdal fékk að hanga í 7 daga eftir slátrun. Við það verður kjötið meyrara en léttist að sama skapi þar sem vökvi gufar upp úr því.

 

Eldunarleiðbeiningar

Það er smekksatriði hvernig fólk kýs að elda lambakjöt. Kjötið frá Árdal fékk að hanga í sjö daga og er fullmeyrnað. Það þarf því ekki að láta það bíða lengi í kæli eftir að það hefur verið þítt. Tímalengd eldunar fer eftir hita og stærð kjötbitanna. Mælt er með því að nota kjöthitamæli við eldunina.

Eftirfarandi kjarnhita er gott að miða við þegar lambakjöt er tekið út úr ofni:

Lambakjöt – lítið steikt (medium rare) = 65°
Lambakjöt – meðal steikt (medium) = 70°
Lambakjöt – gegnsteikt (well done) = 75°

Munið að láta kjötið hvíla eftir að það er tekið út úr ofni í a.m.k. 10 mínútur.

Bændurnir

Bærinn Árdalur er í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjasýslu. Þar búa hjónin Salbjörg Matthíasdóttir og Jónas Þór Viðarsson með börnum sínum þremur þeim Heiðnýju, Sigursveini og Hrafney. Á bænum eru um 120 vetrarfóðraðar kindur, átta hestar og tveir hundar

Árið 2021 byggðu bændurnir kjötvinnslu á jörðinni sem fékk nafnið Árdalsafurðir. Með komu hennar hafa Salbjörg og Jónas selt vörur sínar með upprunamerkingum beint frá býli. Þau vinna bæði utan bús en Salbjörg er í 90% starfi hjá Landgræðslunni og Jónas er í hlutastarfi sem tónlistakennari hjá Tónlistarskóla Húsavíkur ásamt því að stunda smíðar.

Á hverju ári fæðast á bilinu 180-190 lömb í Árdal og nýtur fjölskyldan þess að hugsa um kindurnar, taka þátt í samfélaginu í gegnum búskapinn og vinna afurðirnar sjálf. Auk sauðfjárræktarinnar í Árdal stunda Salbjörg og Jónas hestamennsku; ríða út og fara í hestaferðir á sumrin.

Sauðfjárræktin í Árdal

Meðaltölur búsins þetta haustið fyrir 155 sláturlömb eru: þyngd 17,0 kg – einkunn fyrir gerð 9,6 og fitu 7,2. Einkunnirnar staðfesta góða vöðvafyllingu og mátulega fitu. Að meðaltali urðu lömbin 132 daga gömul þegar þeim var slátrað í haust. Í Árdal er lömbunum ekki beitt á kálakra eins og tíðkast víða til að fita þau fyrir slátrun. Yfir 90% lambanna í Árdal er lógað í september og kjötið fær að meyrna í sjö daga.

Hrúturinn Vinur

Vinur er gullgripurinn í Árdal og á hann stóran hluta af lömbunum í hjörðinni. Hann hefur reynst yfirburða lambafaðir og einnig sem góður vinur því hann er afskaplega ljúfur og spakur á húsi.

Vinur á 32 sláturlömb og eru tölurnar á þeim eftirfarandi: þyngd 19,7 kg – einkunnir fyrir gerð 10,4 og fitu 8,3. Tölurnar tala sínu máli en það er ljóst að hrúturinn Vinur gefur gríðarlega góða söluvöru og vonandi lifir hann sem lengst.


Salbjörg Matthíasdóttir, bóndi í Árdal ásamt hrútinum Vin sem gefur einstaklega kjötmikil og væn lömb. Mynd / Árdalur

Grænlamb – sauðfé sem eingöngu er beitt á vel gróið land

Bændurnir í Árdal markaðssetja vörurnar sínar undir vörumerkinu “Grænlamb”. Notendur merkisins eru framleiðendur sauðfjárafurða í Kelduhverfi og söluaðilar þeirra. Einungis afurðir sauðfjár sem gengur í sameiginlegum beitilöndum Keldhverfinga eru markaðssettar og seldar undir merki Grænlambs. Lömb merkt Grænlambi hafa öll verið á vel grónu beitilandi.

Kelduhverfið er rauðlitað á Íslandskortinu. Bærinn Árdalur er mitt á milli Húsavíkur og Kópaskers. Mynd / Grænlamb

Yfir 90% beitilands Keldhverfinga er vel gróið og stendur Grænlamb fyrir afurðir af grónu landi.

  • Beitilandið er víðáttumikið og að mestu undir 300 m hæð yfir sjó.
  • Hver kind hefur um 18 hektara til umráða fyrir sig.
  • Um 9 þúsund fermetrar af grónu landi eru fyrir hvert kíló framleidds lambakjöts á svæðinu.
  • Heiðar Kelduhverfis eru nánast eingöngu mólendi með ríkjandi lynggróðri, kjarri og birkiskógi, sem einkennist af hraunklöppum og hraundröngum á yfirborði.

Sauðfé að hausti. Mynd / Áskell Þórisson

Varan

Frystivara.

Innihald: Lambahryggur
Upprunaland: Ísland
Slátrað og unnið á Íslandi.
Alið í Árdal í Kelduhverfi
Framleiðandi: Kjötvinnslan Árdalsafurðir
Sláturhús: Sláturhúsið á Kópaskeri
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is

Frekari upplýsingar

Lambahryggur

2,24 kg, 2,46 kg, 2,67 kg, 2,88 kg, 3,25 kg, 3,30 kg, 3,78 kg

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Lambahryggur frá Árdal – Grænlamb”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þér gæti einnig líkað við…