Lýsing
3. sending frá Miðhúsum kemur í bæinn föstudaginn 18. október.
Varan
Kjötið hefur fengið að hanga í 4 daga. Við það að hanga verður kjötið meyrara.
Lambakjötið kemur niðursagað í kassa og er lausfryst. Viðskiptavinur þarf sjálfur að setja í minni umbúðir kjósi hann svo. Kjötið er frosið.
Skrokkarnir eru 16-18 kg að þyngd. Verð fyrir 17,5 kg skrokk er kr. 39.375 kr. og það er upphæðin sem allir greiða hér á Matlandi. Þeir viðskiptavinir sem fá skrokka á bilinu 16-17,5 kg. fá endurgreiddan mismuninn eftir afhendingu.
Bændurnir
Matland fær lambakjötið frá bænum Miðhúsum á Ströndum. Þar búa hjónin Viðar Guðmundsson og Barbara Guðbjartsdóttir. Þau eiga fimm börn en einungis tveir yngstu drengirnir er eftir á heimilinu. Hin eldri eru ýmist alflutt eða hálfflutt í burtu og stunda nám og vinnu fjarri heimahögunum. Auk þeirra Viðars, Barböru og drengjanna tveggja býr Guðmundur Kristinn faðir Viðars í næsta húsi.
Barbara og Viðar á sólríkum degi í sveitinni. Myndir / Úr einkasafni
Þorsteinn Óli, hrúturinn Skari Kveiksson og Unnur Erna.
Fjölskyldan flutti norður á Strandir haustið 2007 úr Borgarfirðinum og tók við sauðfjárrekstri í Miðhúsum. Í dag eru ríflega 500 vetrarfóðraðar ær í Miðhúsum auk þess sem Viðar og Barbara hafa komið sér upp litu kálfaeldi. Kálfarnir eru einstaklega blíðir og spakir, fá klapp svo gott sem daglega og Barbara syngur fyrir þá reglulega. Barbara og Viðar leggja mikla rækt í að hafa kálfana spaka og rólega því það skilar sér margfalt í kjötgæðum. Kálfarnir eru eingöngu aldir á grasi og hið sama má segja um sauðféð. Þær fá þó smá fóðurbæti eftir burð og þar til þær fara út í vorið. Ánum er sýnd hlýja og fá þær klapp og söng líka líkt og nautin og eru þær margar hverjar spakar og miklir karakterar. Hestar eru í Miðhúsum, flestir í eigu Guðmundar Kristins og einnig eru á bænum nokkrir border collie smalahundar.
Bærinn Miðhús í Kollafirði á Ströndum.
Um vörurnar
Upprunaland: Ísland
Pökkun og dreifing: Sláturhús SAH á Blönduósi. Dreifing á höfuðborgarsvæðinu: Matland. Dreifing utan höfuðborgarsvæðisins er á vegum Samskipa.
Slátrað og unnið á Íslandi.
Sláturhús: SAH afurðir ehf. á Blönduósi.
Framleiðendur: Lambakjötið kemur frá bænum Miðhúsum á Ströndum. Slátrun og vinnsla kjötsins fer fram hjá SAH-afurðum ehf. á Blönduósi.
Sláturhús: Sláturhús SAH á Blönduósi.
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is
Afhendingarstaður fyrir þá sem sækja vöruna í Reykjavík: Matland, Hrísateig 47 í Reykjavík.