Lýsing
Hágæðavara frá Glitstöðum og handverkssláturhúsinu Brákarey í Borgarnesi. Kjötið er sérmeyrnað en það fékk að hanga í 7 daga eftir slátrun. Við það verður kjötið meyrara en léttist að sama skapi þar sem vökvi gufar upp úr því.
Rekjanlegt íslenskt hráefni í takmörkuðu magni með lágmarks kolefnisspor.
Eldunarleiðbeiningar
Það er smekksatriði hvernig fólk kýs að elda lambakjöt. Kjötið frá Glitstöðum hefur fengið að hanga í sjö daga og er fullmeyrnað. Tímalengd eldunar fer eftir hita og stærð á læri. Ef að ofn er stilltur á 180-200°C má áætla að lambalæri með beini (um 2,5 kg) taki á bilinu 1 ½ – 2 klst. í eldun. Mælt er með því að nota kjöthitamæli við steikingu eða grillun.
Eftirfarandi kjarnhita er gott að miða við þegar lambakjöt er tekið út úr ofni:
Lambakjöt – lítið steikt (medium rare) = 65°
Lambakjöt – meðal steikt (medium) = 70°
Lambakjöt – gegnsteikt (well done) = 75°
Munið að láta kjötið hvíla eftir að það er tekið út úr ofni í a.m.k. 10 mínútur.
Hefur þú prófað að hægelda lambalæri? Sjáðu umfjöllun hér.
Bændurnir
Guðrún Sigurjónsdóttir bóndi á Glitstöðum. Mynd / TB
Lambakjötið er frá bænum Glitstöðum í Borgarfirði þar sem er rekið myndarlegt blandað bú með kýr og kindur. Mjólkurframleiðsla með 35 kúm er aðal-atvinnugreinin en á bænum eru líka 150 kindur. Að vera með 35 kýr í mjólkurframleiðslu þýðir að annað eins er í fjósi þ.e. geldkýr, kvígur og kálfar. Að jafnaði eru um 80 gripir í fjósinu sem fá allir sérlega gott atlæti. Bændur á Glitstöðum eru hjónin Eiður Ólason og Guðrún Sigurjónsdóttir.
Varan
Frystivara.
Innihald: Lambalæri
Upprunaland: Ísland
Slátrað og unnið á Íslandi.
Alið á Glitstöðum í Borgarfirði.
Framleiðandi: Brákarey í Borgarnesi.
Sláturhús nr. A997 – Sláturhús Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi.
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.