Skip to content Skip to footer

Léttsaltaðar gellur

2.860 kr.

Matland býður upp á léttsaltaðar gellur frá Hnýfli á Akureyri.

2 x 500 g pakkar. Samtals 1,0 kg. Í hverjum pakka eru 500 g sem er upplagður skammtur fyrir 2-3 fullorðna. Kílóverð 2.860 kr.

Verkunaraðferðir Hnýfils byggja á gamalgrónum hefðum. Varan er frosin.

Afhending á gellunum hjá Matlandi á Hrísateig 47 daginn eftir kaup. Við látum vita með SMS þegar vörurnar þínar eru tilbúnar. Keyrt er út til viðskiptavina eftir kl. 17 á höfuðborgarsvæðinu eða komið á vöruflutningastöð Samskipa sem sér um flutninga um allt land.

Ekki til á lager

Flokkur: Vörunúmer:21055

Lýsing

Við afhendum gellurnar hjá Matlandi á Hrísateig 47 daginn eftir kaup og keyrum út á höfuðborgarsvæðinu eftir kl. 17. Við látum vita með SMS-skilaboðum til að minna fólk á að sækja.

Hvernig á að elda gellur?

Fyrr á árum tíðkaðist það nær eingöngu að sjóða gellur. Þá eru gellurnar settar í vatn og suðan látin koma rólega upp. Síðan lækkað undir og látið sjóða í 10 mínútur. Borðar með kartöflum og nóg af smjöri ásamt rúgbrauði. Í seinni tíð er algengt að smjörsteikja gellur á pönnu og gjarnan velta þeim upp úr hveiti á undan. Við deilum einni slíkri uppskrift.

Steiktar gellur

500 g léttsaltaðar gellur
1 dl hveiti
2 egg
pipar

Gott ráð til að hjúpa gellurnar í hveiti er að setja þær í plastpoka með hveitinu. Passið að hafa loft með og snúið upp á pokann og lokið. Svo er pokanum velt eða hann hristur til svo hveitið dreifist vel um gellurnar. Brjótið eggin í skál og hrærið þau saman. Takið gellurnar, eina og eina, upp úr pokanum og veltið þeim upp úr eggjunum og piprið (óþarfi að salta þar sem gellurnar eru léttsaltaðar). Olía sett á pönnu og hituð vel upp. Gellurnar settar á pönnuna og væn smjörklípa með. Steikið í 3-4 mín á hvorri hlið eða þar til þær gullinbrúnast og komin svolítil skorpa á þær. Borið fram með soðnum kartöflum, grænu grænmeti, sítrónu og brauði. Fersk steinselja með.


Það er upplagt að steikja gellurnar og bæta síðan hvítvíni og rjóma út á pönnuna og láta þær malla í nokkrar mínútur ásamt fínskornu steiktu grænmeti, s.s. lauk, blaðlauk, sveppum og papriku.

Vilt þú baka eigið rúgbrauð með gellunum?

Laufey Rós á Eskifirði deilir uppskrift að rúgbrauði með lesendum Matlands. Sjá hér.

Nafnið Hnýfill merkir bát sem klýfur ölduna. Sá sem ryður brautina.

Faðir tveggja stofnenda hnýfils notaði orðið „hnýfill“ um menn sem honum líkaði vel við og þótti skara framúr. Fiskverkunin Hnýfill var stofnuð i desember 1995 af Davíð Kristjánssyni reykmeistara, Ingveldi Jóhannesdóttur, Þorvaldi Þórissyni og Erni Smára Kjartanssyni.

Fyrsta starfsstöðin var að Skipatanga 35 á Akureyri. Markmið félagsins var reyking hverskyns sjávarafurða og sala þeirra, einnig saltaðra, þurrkaða og nýrra fiskafurða á nærmarkaði. Árið 1999 festu eigendur Hnýfils kaup á 480 m2 húsi að Óseyri og fluttu inn í húsnæðið um áramótin 2000. Húsnæðið var þá 15 ára gamalt, mjög vandað og snyrtilegt hús til allrar matvælavinnslu. Vörurnar sem Hnýfill selur og framleiðir á smásölu- og mötuneytamarkað í reykvörulínunni eru: kofareyktur silungur, lax, og rauðmagi, hrefnukjöt en einnig reykt ýsa og þorskur. Einnig framleiðir fyrirtækið talsvert af gröfnum laxi.

Innihaldslýsing

Gellur af þorski

Næringargildi í 100 g.:

Orka 78 kkal
Fita 0,1 g
Kolvetni 0 g
Trefjar 0 g
Prótein 17,7 g

Frystivara 

Geymist við -18°C.

Þér gæti einnig líkað við…