Lýsing
Lærissneiðar, lífrænt vottaðar. Kílóverð: 3.250 kr.
Frystivara.
Bændurnir
Sölvanes er sauðfjárbú á Fremribyggð í Skagafirði, 20 km sunnan við Varmahlíð. Þar búa Rúnar Máni Gunnarsson og Eydís Magnúsdóttir. Þau keyptu búið árið 2013 og eru nú með lífræna vottun á framleiðslunni. Féð gengur í Hamraheiði ofan við bæinn á sumrin.
Hjónin vinna vörurnar sjálf í Vörusmiðju Biopol á Skagaströnd og allt kjöt er látið hanga fyrir frystingu. Á bænum eru einnig nokkur hross og þar er rekin ferðaþjónusta. Kjötið frá Sölvanesi hefur um nokkurt skeið verið á matseðli á veitingastaðnum Kaffi Laugalæk sem er í sama húsi og Matland.
Rúnar Máni Gunnarsson og Eydís Magnúsdóttir.
Sölvanes í Skagafirði. /Myndir úr einkasafni.
Í Sölvanesi er einnig gistihús þar sem hægt er að fá uppbúin rúm eða svefnpokapláss ásamt morgunmat ef óskað er. Boðið er upp á sveitaheimsóknir allt árið um kring fyrir einstaklinga og hópa. Þá er hægt að fræðast um sveitina, skoða kindurnar og jafnvel fleiri dýr eins og hross, hænur, hund og kött og fá kaffisopa eða kakó á eftir. Heimsóknir þarf að panta fyrirfram.
Eldunarleiðbeiningar
Það er smekksatriði hvernig fólk kýs að elda lambakjöt. Kjötið frá Sölvanesi hefur fengið að hanga og er fullmeyrnað. Við mælum með að grilla lærissneiðarnar eða steikja á pönnu. En það er líka hægt að elda þær í ofni ef fólk vill.
Eftirfarandi kjarnhita er gott að miða við þegar lambakjöt er tekið út úr ofni:
Lambakjöt – lítið steikt (medium rare) = 65°
Lambakjöt – meðal steikt (medium) = 70°
Lambakjöt – gegnsteikt (well done) = 75°
Munið að láta kjötið hvíla eftir að það er tekið út úr ofni í a.m.k. 10 mínútur.
Aðrar upplýsingar
Kjötið frá Sölvanesi er unnið og pakkað í Vörusmiðju Biopól á Skagaströnd.
Frystivara.
Innihald: Lífrænt vottað lambakjöt. Lærissneiðar.
Upprunaland: Ísland
Slátrað og unnið á Íslandi.
Alið í Sölvanesi
Framleiðandi: Bændurnir í Sölvanesi hjá Biopol á Skagaströnd
Sláturhús: Sláturhús SAH
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is