Skip to content Skip to footer

Nautarif frá Tjörn

4.834 kr.4.846 kr.

Nautarif af Tjarnarnautunum sem eru eingöngu alin á íslensku heyi. Íslenskt gæðanaut. 

Þau sem hafa komist upp á lagið við að matreiða nautarif lofa þau og prísa. Þau eru safarík og mjúk þegar búið er að hægelda þau eftir kúnstarinnar reglum. Þolinmæði sem ber ríkulegan ávöxt! Manstu eftir umfjölluninni um nautarifin sem voru á borðum við hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í janúar? (Sjá myndir hér neðar á síðunni.) Nú getur þú keypt nautarif á Matlandi og prófað þig áfram.

Að jafnaði eru 3-5 bein í pökkunum frá Matlandi. Rifin eru aðeins misjöfn eftir því hvaðan þau eru af síðunni. Rifin sem eru næst hálsinum eru styttri og bitarnir þynnri og minni en þeir sem fjær eru.

Bitarnir eru á bilinu 1,5-1,8 kg á þyngd. Þú velur það sem hentar þér í fellivalinu hér undir.  Kílóverð: 3.175 kr.

Kjötið er frosið.

Við sendum þér rifin gegn vægu gjaldi eða þú sækir til Matlands á Hrísateig 47 í Reykjavík daginn eftir kaup. Við sendum sms þegar vörurnar eru tilbúnar til afhendingar. Sendingar út fyrir höfuðborgarsvæðið fara með Samskipum á afgreiðslur um allt land.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: , Merkimiðar: , , Vörunúmer:27180

Lýsing

Fyrsta flokks ungnautakjöt frá Tjörn á Mýrum í Hornafirði.

Nautarif. Kílóverð: 3.175 kr.

Frystivara.

Bændurnir

Á bænum Tjörn á Mýrum búa bræðurnir Halldór og Agnar Ólafssynir. Þeir eru ungir að árum en hafa tekið við búskap og rekstri á Tjörn.

Nautabúskapurinn á Tjörn er lítill í sniðum en alls eru á þriðja tug nauta í eldi á bænum. Auk þess eru þeir bræður með kindur. Báðir hafa þeir atvinnu utan búsins. Halldór starfar á býlinu Flatey sem er í hópi stærstu kúabúa landsins en Agnar er vélvirki og sinnir vélaviðgerðum fyrir sveitunga sína ásamt fjölbreyttri vélaverktöku. Agnar hefur um árabil getið sér gott orð fyrir þjálfun á fjárhundum og unnið til verðlauna í smalahundakeppnum.


Halldór og Agnar á kornakri í Hornafirði.

Halldór ber ábyrgð á nautaeldinu á Tjörn en hann er mikill ræktunarmaður og hefur gríðarlegan áhuga á skepnum. Hann skírir öll nautin og þekkir ættir bæði feðra og mæðra út og inn. Það þykir sérstakt við nautin á Tjörn að þau eru mörg fallega hyrnd. Það er áhugamál Halldórs og velur hann nautkálfa meðal annars eftir því hvort foreldrarnir séu með horn. Nautkálfana fá þeir bræður nokkurra vikna gamla frá búinu í Flatey og ala þá á Tjörn í sláturstærð í um tvö ár. Nautin á Tjörn eru eingöngu grasfóðruð en kálfarnir fá mjólk fyrstu vikurnar.


Fjósið í Flatey. Nautkálfarnir á Tjörn eru ættaðir frá kúabúinu í Flatey á Mýrum þar sem Halldór starfar. Þaðan eru þeir fluttir nokkurra vikna gamlir að Tjörn þar sem þeir eru aldir í sláturstærð. Myndir / TB

Hvernig er best að elda nautarif?

Nautarif krefjast langrar eldunar og það er best að hafa þolinmæðina með í för þegar þau eru matreidd.

Kryddið eftir smekk. Matland mælir með að nota grófmulinn pipar og flögusalt.

Fjórar aðferðir sem Matland mælir með:

  1. Sjóðið rifin í potti. Setjið bjór, vatn, grænmeti og krydd í pott ásamt rifjunum og látið malla við lágan hita í 3 klst. Skellið svo rifjunum á snarkheitt grill og penslið með bbq-sósu.
  2. Rifin sett í eldfast mót í ofn. Látið bjór í botninn ásamt grænmeti og kryddi. Hafið ofninn í 100-120°C og látið malla í a.m.k. 3 klst. Passið að bleyta jafnt og þétt og ekki láta þorna. Hækkið hitann í lokin til þess að ná upp skorpu.
  3. Reykið og eldið rifin í reykofni eða smoker. Eldið í 100-120°C hita í 3 klst. Takið rifin að því loknu og stráið púðursykri, salti og pipar á bitann. Vefjið í álpappír eða sérstakan smjörpappír og hendið aftur inn í hitann í 1 klst.
  4. Þegar Klúbbur matreiðslumeistara hélt hátíðarkvöldverð um áramótin voru nautarif frá Hvammi fyrir valinu. Þá voru þau sett í saltpækil í um 15 klst. og síðan sous-viduð á 79°C í 15-20 klst. Eftir það voru rifin kæld niður, beinin tekin af og bitarnir grillaðir á háum hita og penslaðir með unagi-gljáa. Skoðið nánar upplýsingar um aðferðina og uppskriftina hér.

Ef búið er að frysta nautakjöt þá er gott að gefa sér góðan tíma í að afþíða kjötið í kæli. Mikilvægt er að taka út úr kæli a.m.k. klukkutíma áður en eldamennskan hefst og hafa kjötið við stofuhita.

Rifin sem meðlimir í Klúbbi matreiðslumeistara elduð við hátíðarkvöldverð um síðustu áramót. Sjá lýsingu og uppskrift.

Kjarnhiti nautakjöts

Lítið steikt / 52-55°
Lítið miðlungs / 55-60°
Miðlungs / 60-65°
Miðlungs mikið / 65-69°
Mikið steikt / 71-75°

Aðrar upplýsingar

Kjötið frá Tjörn er er unnið og pakkað hjá Villt & alið ehf. á Hellu.
Innihald: Ungnautakjöt – Nautarif.
Upprunaland: Ísland
Slátrað og unnið á Íslandi.
Alið á Tjörn á Mýrum
Framleiðandi: Villt & alið ehf.
Sláturhús: Sláturhúsið á Hellu
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is

Frekari upplýsingar

Nautarif

1572 g, 1576 g, 1842 g

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Nautarif frá Tjörn”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þér gæti einnig líkað við…