Skip to content Skip to footer

Nautatólg frá Hvammi – hrein

1.290 kr.

Matland, í samstarfi við Davíð Clausen Pétursson, bóndason frá Hvammi í Ölfusi, býður upp á hreina nautatólg.

Kostir nautatólgarinnar (e. beef tallow) er að hún þolir mjög háan hita og er því kjörin til steikingar. Tólgin er nær lyktarlaus. Nautatólg er rík af A-, D-, E- og K-vítamínum sem eru góð fyrir m.a. sjón, bein og ónæmiskerfið. Nautatólg er mikið notuð í húðvörur og sumir bera hana á húðina til mýkingar.

Tólgin er kælivara en það er upplagt að hafa hana nálægt eldavélinni og nota í stað fljótandi olíu eða smjörs þegar það á við.

1 bréf, nettóþyngd 125 g biti. Verð kr. 1.290 kr.

Matland sendir þér vörurnar gegn vægu gjaldi eða þú sækir á afhendingarstað Matlands á Hrísateig 47 í Reykjavík daginn eftir kaup eða samdægurs ef pantað er fyrir hádegi. Matland sendir sms þegar varan er tilbúin til afhendingar. Sendingar út fyrir höfuðborgarsvæðið fara með Samskipum á afgreiðslur um allt land.

7 á lager

Lýsing

Ferskvara.

Næringargildi í 100 g:
Orka: 3700 kJ/900 kcal
Fita: 100 g, þ.a mettuð fita 57 g
Kolvetni: 0 g
Prótein: 0 g
Salt: 0 g

Upplýsingar

Tólgin er unnin í viðurkenndu eldhúsi og fengin af nautgripum frá Hvammi í Ölfusi.

Innihald: 100% hrein nautatólg
Nettóvigt: 125 g
Geymist í kæli, 0 – 4°C. Best fyrir: Sjá miða.

Upprunaland: Ísland
Slátrað og unnið á Íslandi.
Alið í Hvammi í Ölfusi
Framleiðandi: Matfélagið og Hvammsbúið.
Sláturhús: SS á Selfossi
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is, Hrísateig 47, 105 Reykjavík.

Bændurnir

Í Hvammi búa bændurnir Pétur Benedikt Guðmundsson og Charlotte Clausen. Sonur þeirra Davíð Clausen starfar í kjötiðnaði og sér um nautaeldið. Davíð er í landsliðshópi kjötiðnaðarmanna.

Bændurnir í Hvammi; Davíð, Pétur og Charlotte.

Davíð, sem vinnur sem kjötiðnaðarmaður hjá Ferskum kjötvörum í aðalstarfi, hefur þróað nautaeldið í Hvammi eftir veru sína á Hvanneyri.


Ungnautin í Hvammi í Ölfusi fá gott atlæti og eru í rúmgóðum stíum. Myndir / TB

 

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Nautatólg frá Hvammi – hrein”
0/5

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þér gæti einnig líkað við…