Skip to content Skip to footer

Nautatólg frá Hvammi – með timíani og hvítlauk

1.490 kr.

Matland, í samstarfi við Davíð Clausen Pétursson bóndason frá Hvammi í Ölfusi, býður upp á nautatólg í krukkum. Tólgin er hituð og bragðbætt með timíani frá Ártanga og innfluttum hvítlauki. Hún er síðan síuð og sett í krukkur.

Kostir nautatólgarinnar (e. beef tallow) er að hún þolir mjög háan hita og er því kjörin til steikingar. Tólgin sjálf er nær lyktarlaus en þú finnur kem af rósmaríni og hvítlauk. Nautatólg er rík af A-, D-, E- og K-vítamínum sem eru góð fyrir m.a. sjón, bein og ónæmiskerfið.

Tólgin er kælivara en það er upplagt að hafa hana nálægt eldavélinni og nota í stað fljótandi olíu eða smjörs þegar það á við.

1 krukka, nettóþyngd 240 g. Verð kr. 1.490 kr.

Matland sendir þér vörurnar gegn vægu gjaldi eða þú sækir á afhendingarstað Matlands á Hrísateig 47 í Reykjavík daginn eftir kaup. Matland sendir sms þegar varan er tilbúin til afhendingar. Sendingar út fyrir höfuðborgarsvæðið fara með Samskipum á afgreiðslur um allt land.

Lýsing

Ferskvara.

Næringargildi í 100 g:
Orka: 3700 kJ/900 kcal
Fita: 100 g, þ.a mettuð fita 57 g
Kolvetni: 0 g
Prótein: 0 g
Salt: 0 g

Upplýsingar

Tólgin er unnin í viðurkenndu eldhúsi og fengin af nautgripum frá Hvammi í Ölfusi.

Innihald: 100% hrein nautatólg frá Hvammi, timían frá Ártanga og innfluttur hvítlaukur.
Nettóvigt: 240 g
Geymist í kæli, 0 – 4°C. Best fyrir: Sjá botn á krukku

Upprunaland: Ísland
Slátrað og unnið á Íslandi.
Alið í Hvammi í Ölfusi
Framleiðandi: Matfélagið og Hvammsbúið.
Sláturhús: SS á Selfossi
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is, Hrísateig 47, 105 Reykjavík.

Bændurnir

Í Hvammi búa bændurnir Pétur Benedikt Guðmundsson og Charlotte Clausen. Sonur þeirra Davíð Clausen starfar í kjötiðnaði og sér um nautaeldið. Davíð er í landsliðshópi kjötiðnaðarmanna.

Bændurnir í Hvammi; Davíð, Pétur og Charlotte.

Davíð, sem vinnur sem kjötiðnaðarmaður hjá Ferskum kjötvörum í aðalstarfi, hefur þróað nautaeldið í Hvammi eftir veru sína á Hvanneyri.


Ungnautin í Hvammi í Ölfusi fá gott atlæti og eru í rúmgóðum stíum. Myndir / TB

 

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Nautatólg frá Hvammi – með timíani og hvítlauk”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þér gæti einnig líkað við…