Skip to content Skip to footer

Ölnauts roastbeef

2.175 kr.3.005 kr.

Innralæri úr ungnautakjöti frá Hvammi í Ölfusi. Naut sem alið var á bjórhrati og fékk ekta mjöð síðustu þrjá mánuðina í eldinu. Kjötið hentar einkar vel til að útbúa roast beef. Takmarkað magn.

Þú velur þína stærð með því að velja í fellivalsglugganum. Kílóverð er 6.590 krónur. Kjötið er frosið og fullmeyrnað.

Ölnautið er afhent á virkum dögum eftir kaup í verslun Pylsumeistarans við Hrísateig 47 á milli kl. 16.00 og 18.00. Keyrt heim til þeirra á höfuðborgarsvæðinu sem óska eða á vöruflutningastöð Samskipa sama dag.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: , Merkimiðar: , , Vörunúmer:24734

Lýsing

Fyrsta flokks ungnauta kjöt frá Hvammi í Ölfusi.

Innralæri. Hentar úrvalsvel til þess að útbúa roastbeef.

Kílóverð: 6.590 kr.

Frystivara.


Nautin í Hvammi í Ölfusi eru engin smásmíði. Þau fá gott atlæti og eru í rúmgóðum stíum. Mynd / Hvammsbúið

Bændurnir

Í Hvammi búa bændurnir Pétur Benedikt Guðmundsson og Charlotte Clausen. Sonur þeirra Davíð Clausen starfar í kjötiðnaði og sér um nautaeldið.

Nautin í Hvammi eru alin í rúmgóðum stíum og fá bjórhrat ásamt íslensku heyi alla sína ævi. Þess vegna kalla bændurnir þau „Ölnaut“. Síðustu þrjá mánuðina fyrir slátrun fá nautin alvöru bjór sem hjálpar til við að fita þau. Bjórinn kemur úr bjórverksmiðju og er ekki almenn söluvara. Hvert naut fær á bilinu 1-2 lítra af bjór á dag en hann er blandaður byggi sem ræktað er á bænum.

Davíð Clausen Pétursson bóndi í Hvammi varð Íslandsmeistari í kraftlyftingum á síðasta ári. Davíð lyftir 290 kg í hnébeygju, 190 kg í bekkpressu og 300 kg í réttstöðulyftu. Samanlögð þyngd í þessum þremur greinum er 780 kg eða ekki ósvipað og fullvaxið ölnaut í Hvammi eins og þau gerast myndarlegust. Mynd / Aðsend úr einkasafni

Hvernig er best að elda innralæri og búa til roastbeef?

Það er ýmist hægt að heilsteikja innralæri eða hluta í steikur. Skerið kjötið í þá þykkt af sneiðum sem henta þínum smekk. Innralæri er kjörið til að útbúa roastbeef.

Kryddið eftir smekk. Matland mælir með að nota grófmulinn pipar og flögusalt frá Saltverki.

Gefið ykkur góðan tíma til að afþíða kjötið í kæli ef það er frosið, 2-3 dagar er mátulegt. Mikilvægt er að taka út úr kæli a.m.k. klukkutíma áður en eldamennskan hefst og hafa kjötið við stofuhita.

Einföld aðferð við að elda innralæri í heilum bitum er að hefja steikingu á mjög heitri pönnu, loka kjötinu með því að steikja upp úr smjöri og olíu. Setjið síðan í ofn við 180°C þar til kjarnhiti nær 55-60°C. Það er líka ágætt að hægelda á minni hita, t.d. 140°C en þá er eldunartíminn vitaskuld lengri. Vefjið kjötið inn í álpappir svo hitinn haldist að því og setjið viskustykki yfir. Látið kjötið hvíla við stofuhita í a.m.k. 10 mínútur áður en það er skorið í sneiðar.

Þegar roastbeef er útbúið er mælt með því að salta og pipra vel. Síðan steikt á pönnu á háum hita, því næst í ofninn á 225°C, alla jafna eru 20-25 mínútur nóg – en fer þó eftir stærð bitans. Til að vera alveg viss er gott að nota kjöthitamæli og taka kjötið út við 53-55 gráður. Kjötið er eldað daginn áður en það er sneitt niður. Það er líka mikilvægt að kjötið hvíli vel í kæli áður en það er skorið í þunnar sneiðar. Sjá leiðbeiningar um roast-beef smurbrauð frá Matkötlu.

Kjarnhiti nautakjöts

Lítið steikt / 52-55°
Lítið miðlungs / 55-60°
Miðlungs / 60-65°
Miðlungs mikið / 65-69°
Mikið steikt / 71-75°

 

Næringarinnihald

M.v. 100 grömm af nauta-innralæri:
Orka: 450 kJ, 108 kcal.
Próten: 22,1 g
Fita: 2 g, þ.a. mettaðar fitusýrur 0,7 g og ómettaðar 0,7 g
Kólestról: 61 mg
Kolvetni: 0

Aðrar upplýsingar

Kjötið frá Hvammi er unnið og pakkað hjá Ferskum kjötvörum í Síðumúla í Reykjavík.

Frystivara.

Innihald: Ungnautakjöt – innralæri – Ölnauts-roastbeef
Upprunaland: Ísland
Slátrað og unnið á Íslandi.
Alið í Hvammi í Ölfusi
Framleiðandi: Ferskar kjötvörur ehf.
Sláturhús: SS á Selfossi
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is

Frekari upplýsingar

Roastbeef

330 g, 372 g, 404 g, 424 g, 432 g, 456 g, 510 g, 514 g, 530 g, 539 g, 552 g, 594 g, 604 g, 618 g, 634 g, 638 g, 664 g, 682 g, 716 g, 792 g, 812 g

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Ölnauts roastbeef”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þér gæti einnig líkað við…