Skip to content Skip to footer

Plokkfiskur frá Sjávarbúrinu

1.155 kr.4.620 kr.

Plokkfiskur er þægilegur hversdagsmatur sem allir elska. Matland býður upp á hefðbundinn plokkfisk frá Sjávarbúrinu með osti yfir. Klassískt meðlæti með plokkfiski er rúgbrauð með smjöri. Margir setja smjörklípu með fisknum eða jafnvel bernais-sósu og krydda með sítrónupipar. Bakist fyrst í ofni 180-200°C í 10 mín, síðan á grillstillingu 220°C 5-8 mínútur til viðbótar. Einfalt og gott.

Matland afhendir ferskan plokkfisk á hverjum mánudegi. Það er ágætt að áætla allt að 500 g af plokkfiski á mann fyrir svanga munna.

Plokkarinn er afhentur í álbakka með pappaloki yfir, 500 g og 1.000 g. Verð 2.310 kr./kg

Athugið að búið er að færa skráningarfrest fram á föstudagskvöld.

Næsta afhending á fisk frá Sjávarbúrinu hjá Matlandi verður mánudaginn 21. okt. Við sendum fiskmetið gegn vægu gjaldi eða þú sækir til Matlands á Hrísateig 47 í Reykjavík síðdegis á mánudögum. Matland sendir SMS þegar varan er tilbúin til afhendingar. Sendingar út fyrir höfuðborgarsvæðið fara með Samskipum á afgreiðslur um allt land.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: , Merkimiðar: , Vörunúmer:36138

Lýsing

Afhending mánudaginn 21. okt.

Eldunarleiðbeiningar

Komið fyrir í eldföstu móti. Einnig er hægt að elda plokkfiskinn í álbakkanum sem hann er í.

Bakist fyrst í ofni 180-200°C í 10 mín, síðan á grillstillingu 220°C 5-8 mínútur til viðbótar.

Þau sem vilja reyna sig við rúgbrauðgsgerð þá er hér einföld uppskrift frá henni Laufeyju Rós.

Næringargildi í 100 g  
Orka 560 kJ / 134 kkal
Fita 7,58 g
– þar af mettuð fita 4,18 g
Kolvetni 7,74 g
– þar af sykurtegundir 0,83 g
Trefjar 0,87 g
Prótein 8,28 g
Salt 0,39 g

Varan

Plokkfiskur Sjávarbúrsins

Innihald:
Ýsa/Þorskur (37%), kartöflur, smjör, laukur, hveiti, mjólk, hvítvínsedik, rifinn ostur (mjólk, undanrenna, mjólkursýrugerlar, salt, kekkjavarnarefni (E460i), ostahleypir, sýra (E260)), múskat, salt, hvítur pipar. Osti stráð yfir.

Ofnæmis- og óþolsvaldar: Ýsa, þorskur, smjör, mjólk, undanrenna.

Kælivara 0-4°C

Upprunaland: Ísland
Framleiðsla og pökkun: Sjávarbúrið, Hvaleyrarbraut 2, 220 Hafnarfjörður. Netfang: sjavarburid@sjavarburid.is
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is
Afhendingarstaður fyrir þá sem sækja vöruna eftir kl. 16 á mánudögum: Afhendingarstaður Matlands á Hrísateig 47 í Reykjavík.

Frekari upplýsingar

Þyngd

500 g, 1000 g, 1500 g, 2000 g

Þér gæti einnig líkað við…