Skip to content Skip to footer

Rabarbarasulta – 4 krukkur – sígild, engifer, gráfíkjur og appelsínu/vanillu

3.490 kr.

Fjórar tegundir af rabarbarasultu frá Pönnukökuvagninum. 4 stk. x 120 g krukkur.

  • Rababarasulta – sígild
  • Rababarasulta með engifer
  • Rababarasulta með gráfíkjum
  • Rababarasulta með appelsínu/vanillu.

Íslenskur gæða rabarbari frá Jóhönnu Halldórsdóttur í Stóru-Sandvík.

Í sulturnar er notaður lífrænn hrásykur, í eins litlu magni og hægt er. Geymslutími er 10 – 12 mánuðir.

Verð fyrir 4 stk. x 120 g krukkur: 3.490 krónur.

Sulturnar henta með fjölbreyttum réttum og bakelsi. Má nefna, villibráð, í ísinn, með grískri jógúrt, á grautinn, í baksturinn, í marineringu á t.d. kjúklingi og svínakjöti.

Rabarbarasulturnar frá Pönnukökuvagninum eru að sjálfsögðu ómissandi með íslensku pönnukökunni! (Sjá uppskrift hér neðar á síðunni).

Flokkar: , Vörunúmer:33662

Lýsing

Afhending

Sulturnar frá Pönnukökuvagninum eru afhentar síðdegis, daginn eftir kaup, á afhendingarstað Matlands á Hrísateig 47. Áskrifendur og aðrir kaupendur að grænmetiskössum Matlands geta fengið sulturnar sendar með kassanum á fimmtudögum (á fös. utan höfuðborgarsvæðisins). Látið vita þegar pantað er í athugasemd. Verð fyrir heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu er 1.350 kr. Matland sendir símaskilaboð (SMS) til kaupenda þegar vörur eru tilbúnar til afhendingar.

Þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins fá vörur frá Matlandi sendar með vöruflutningabílum Samskipa. Verð fyrir sendingu með innanlandsdeild Samskipa er 1.950 kr.

Framleiðendurnir

Auður Ólafsdóttir með Herði aðstoðarmanni í framleiðsluaðstöðu Matís.  Myndir / Pönnukökuvagninn.

Matland býður upp á sígildu rabarbarasultuna frá Pönnukökuvagninum. Rabarbarinn kemur frá Jóhönnu Halldórsdóttur í Stóru-Sandvík en sultuna gerir Auður Ólafsdóttir eigandi Pönnukökuvagnsins. Sultan er útbúin í matarsmiðju Matís og áhersla er lögð á að nota bestu hráefni.

“Við notum lítinn sykur, lífrænan hrásykur. Til að auka geymslu miðað við þetta lita sykurmagn að þá loftþéttum við umbúðirnar til að varðveita gæðin. Sultan okkar er gömul fjölskylduuppskrift sem ég hef sett mitt tvist á,” segir Auður.

Auður deilir með lesendum Matlands uppskrift að íslensku pönnukökunni. Hún byrjaði með matarvagn Mathöll Granda þar sem íslenska pönnukakan var í öndvegi og sló algjörlega í gegn. “Ef það er eitthvað sem fólk á öllum aldri elskar þá er það íslenska pönnukakan,” segir Auður.

Pönnukökuvagninn framleiðir fjórar tegundir af rabarbarasultum með ólíkum brögðum.

Íslenska pönnukakan

  • 2 dl. hveiti
  • ½ tsk. lyftiduft
  • 1 – 2 msk. sykur
  • ¼ salt
  • 2 egg
  • 5 dl. Mjólk
  • 30 gr. Smjör/smjörlíki
  • 2 tsk. vanilludropar

Aðferð

Smjör/smjörlíki brætt á pönnukökupönnu. Látið kólna.
Sigtið öll þurrefni saman í skál.
Helmingur af mjólkinni bætt útí þurrefnin. Hrært kekkjalaust.
Eggin sett í blönduna, eitt í einu.
Bæta við restina af mjólkinni.
Vanilludropar.
Að lokum bræddu smjöri/smjörlíki.

Ef blandan er of þykkt má bæta við mjólk.
Bakið á heitri pönnukökupönnunni. Smjörið/smjörlíkið sem brætt var á pönnunni í upphafi ætti að duga við baksturinn.

Varan

Upprunaland: Ísland. Rabarbarinn í sultunum er frá Jóhönnu Halldórsdóttur í Stóru-Sandvík.
Pökkun: Pönnukökuvagninn
Framleiðendur: Pönnukökuvagninn framleiðir sulturnar í húsnæði Matís í Reykjavík.
Afhendingarstaður fyrir þá sem sækja vöruna eftir kl. 16: Afhendingarstaður Matlands, Hrísateig 47 í Reykjavík.

Þér gæti einnig líkað við…