Skip to content Skip to footer

Íslenskar rækjur – innfjarðarrækja frá Vestfjörðum – 1 kg

2.980 kr.

Matland býður upp á innfjarðarrækju sem veidd er í Ísafjarðardjúpi. Íslensk rækja og sú eina á markaðnum.

1000 g pakkning af íslenskri einfrystri innfjarðarrækju. Pakkað í lofttæmdar umbúðir. Frystivara.

Upphaf rækjuveiða við Ísland má rekja til ársins 1924 þegar fyrst var gert út á rækjunót frá Ísafirði. Árin á eftir þróuðust veiðarnar yfir í alvöru atvinnugrein sem átti eftir að eiga stóran þátt í atvinnuuppbyggingu víða um land.
Hin svokallaða innfjarðarrækja er rækja sem veidd er af dagróðrabátum á tímabilinu október til apríl/maí, soðin og pilluð daginn eftir hjá fyrirtækinu Kampa ehf. á Ísafirði.

Gæði innfjarðarrækjunnar eru mjög góð og ferskleiki annálaður.

Verð: 2.980 kr/kg

Innfjarðarrækjan er keyrð út til viðskiptavina gegn vægu gjaldi eða afhent hjá Matlandi á Hrísateig 47 daginn eftir kaup. Við sendum SMS þegar vörurnar eru tilbúnar til afgreiðslu. Sendum með Samskip um allt land.

3 á lager

Flokkar: , Merkimiðar: , , Vörunúmer:32052

Lýsing

Íslendingar kölluðu rækjuna „kampalampa“

Rækjuverksmiðjan Kampi á Ísafirði var stofnuð árið 2007 en áður höfðu verið rækjuvinnslur í húsnæðinu í áratugi. Rækjuvinnsla er tæknilega mjög krefjandi og hefur Kampi leitast við að innleiða nýjustu tækni í vinnsluferlinu jafnóðum. Lokaafurðin soðin rækja er tilbúin til neyslu.

Upphaf rækjuveiða við Ísland má rekja til tveggja Norðmanna, Ole G. Syre og Símon Olsen en þeir voru búsettir á Ísafirði. Þeir þekktu hvernig rækjuveiðar voru stundaðar á heimaslóðum sínum og gerðu fyrstu tilraun til rækjuveiða við Ísland árið 1924. Þeir keyptu vélbátinn Hrönn í Noregi og með bátnum kom rækjunót. Rækjuveiðar þeirra gengu vel en féllu niður vegna þess að enginn markaður var fyrir rækjuna. Íslendingar kölluðu rækju á þessum tíma kampalampa. Þær hafa síðan gengið upp og niður æ síðan – útgerðarfyrirtæki komið og farið eins og gengur.

Hnýfill á Akureyri

Fiskverkunin Hnýfill var stofnuð i desember 1995 og hafði aðsetur á Skipatanga á Akureyri. Markmið félagsins er reyking hverskyns sjávarafurða og sala þeirra, einnig saltaðra, þurrkaða og nýrra fiskafurða á nærmarkaði.

Vörurnar sem Hnýfill selur og framleiðir á smásölu- og mötuneytamarkað í reykvörulínunni eru: kofareyktur silungur, lax, og rauðmagi, hrefnukjöt en einnig reykt ýsa og þorskur. Einnig framleiðir fyrirtækið talsvert af gröfnum laxi og rækju.

Innihaldslýsing

Rækja, soðin. Frystivara.

Geymist við -18°C.

Næringargildi í 100 g.:

Orka 433 kJ/103 kkal
Fita 1 g
-þar af mettuð 0,2 g
Kolvetni 0 g
-þar af sykurtegundir 0 g
Trefjar 0 g
Prótein 23,0 g
Salt 1,5 g

Framleiðandi: Hnýfill í Eyjafirði.

Þér gæti einnig líkað við…