Lýsing
Fyrsta flokks kjöt af ungnautum frá Hvammi í Ölfusi. Nautin fá bjórhrat alla sína ævi og hreinan bjór síðustu vikurnar í eldinu sem eykur matarlyst. Fyrir vikið eru nautin í Hvammi vel í holdum.
Hægeldað nautabrjóst/Brisket. Kílóverð: 12.790 kr.
Fullelduð vara.
Það er búið að skrifa margar bækur um hið fullkomna brisket.
Hægeldað nautabrjóst sett í reyk á grilli.
Bændurnir
Í Hvammi búa bændurnir Pétur Benedikt Guðmundsson og Charlotte Clausen. Sonur þeirra Davíð Clausen er kjötiðnaðarmaður og sér um nautaeldið. Davíð er í landsliðshópi kjötiðnaðarmanna.
Bændurnir í Hvammi; Davíð, Pétur og Charlotte.
Félagarnir Halldór, sem er matreiðslumaður, og Davíð, kjötiðnaðarmaður, hjá HD-grill ehf. eiga heiðurinn af eldaða brisketinu sem Matland býður upp á.
Pækillinn (15 lítrar) sem brisketið er lagt í fyrir reykingu inniheldur:
2,4 kg salt
2,2 kg sykur
56 g kóriander
64 g sinnepsfræ
58 g pipar
64 g hvítlaukur
50 g Allrahanda krydd
50 g steinselja
50 g fennel
Aðrar upplýsingar
Innihald: Ungnautakjöt, fulleldað brisket
Upprunaland: Ísland
Slátrað og unnið á Íslandi.
Alið í Hvammi í Ölfusi
Vinnsla og skurður: Ferskar kjötvörur
Framleiðandi: HD-grill ehf.
Sláturhús: SS á Selfossi
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.