Lýsing
Hvernig á að elda reykta ýsu?
Setjið kalt vatn í pott og hitið að suðu. Látið bitana út í og slökkvið svo undir og látið vera undir loki í 5-7 mínútur. Klassískt meðlæti eru gómsætar kartöflur, soðnar rófur og gulrætur ásamt góðri smjörklípu. Rúgbrauðið er ómissandi.
Það er líka hægt að baka reykta ýsu í ofni, grilla, steikja eða nota í fiskisúpu. Nanna Rögnvaldardóttir deilir hér einni góðri súpuuppskrift og það gerir Laufey Rós Hallsdóttir líka hér: Skosk fiskisúpa með reyktri ýsu
Reykt ýsa er kjörin í fiskibollur eins og Laufey Rós gerir hér.
Vilt þú baka eigið rúgbrauð með ýsunni?
Laufey Rós á Eskifirði deilir uppskrift að rúgbrauði með lesendum Matlands. Sjá hér.
Innihaldslýsing
Reykt ýsa.
Næringargildi í 100 g.:
Orka 357 kJ/85 kkal
Fita 1,6 g
– þar af mettuð 0,3 g
Kolvetni 0 g
Trefjar 0 g
Prótein 17,5 g
Salt 0,7 g