Skip to content Skip to footer

Reykt ýsa – roðlaus í bitum – 1 kg

4.170 kr.

Roðlaus reykt ýsa í bitum. Frábær vara að norðan.

Reykta ýsan er tveimur 500 g lofttæmdum pakkningum. Frystivara. Kílóverð 4.170 kr.

Ýsan kemur á land í Dalvík og er unnin í fullkominni fiskverkun Samherja þar í bæ. Vegna þess hve kælingin er hröð heldur ýsan eiginleikum sínum og er þétt og flott. Þökk sé tækniframförum er nú hægt að reykja ýsuna roðlausa hjá Hnýfli á Akureyri.

Afhending hjá Matlandi á Hrísateig 47 daginn eftir kaup eða samdægurs ef pantað er fyrir hádegi. Við sendum SMS þegar vörurnar eru tilbúnar. Keyrt er út til viðskiptavina eftir kl. 17 á höfuðborgarsvæðinu eða komið á vöruflutningastöð Samskipa sem sér um flutninga um allt land.

6 á lager

Flokkur: Merkimiðar: , , Vörunúmer:21065

Lýsing

Hvernig á að elda reykta ýsu?

Setjið kalt vatn í pott og hitið að suðu. Látið bitana út í og slökkvið svo undir og látið vera undir loki í 5-7 mínútur. Klassískt meðlæti eru gómsætar kartöflur, soðnar rófur og gulrætur ásamt góðri smjörklípu. Rúgbrauðið er ómissandi.

Það er líka hægt að baka reykta ýsu í ofni, grilla, steikja eða nota í fiskisúpu. Nanna Rögnvaldardóttir deilir hér einni góðri súpuuppskrift og það gerir Laufey Rós Hallsdóttir líka hér: Skosk fiskisúpa með reyktri ýsu

Reykt ýsa er kjörin í fiskibollur eins og Laufey Rós gerir hér.

Vilt þú baka eigið rúgbrauð með ýsunni?

Laufey Rós á Eskifirði deilir uppskrift að rúgbrauði með lesendum Matlands. Sjá hér.

Innihaldslýsing

Reykt ýsa.

Næringargildi í 100 g.:

Orka 357 kJ/85 kkal
Fita 1,6 g
– þar af mettuð 0,3 g
Kolvetni 0 g
Trefjar 0 g
Prótein 17,5 g
Salt 0,7 g

Frystivara

Þér gæti einnig líkað við…