Skip to content Skip to footer

Sæt paprika frá Heiðmörk

690 kr.

Langar þig í sæta papriku? Við eigum nokkra poka frá Heiðmörk sem er tilvalið að steikja, nota sem álegg eða í salat. Sumir standast ekki freistinguna og borða sætu paprikuna eintóma.

  • Í hverjum poka eru 2-3 paprikur.
  • Heildarþyngd um 260 g
  • Verð: 690 kr./pk

Þú sækir á afhendingarstað Matlands á Hrísateig 47. Keyrt út síðdegis og fram á kvöld til viðskiptavina sem kjósa heimsendingu. Sendum út á land fyrir fasta upphæð, kr. 1.950, óháð magni. Upplagt að versla meira á Matlandi til þess að nýta ferðina.

Við sendum SMS til að minna viðskiptavini á að sækja sínar vörur.

 

14 á lager

Flokkur: Vörunúmer:42455

Lýsing

Framleiðendurnir

Sölufélag garðyrkjumanna hefur undanfarin ár valið „ræktendur ársins“ innan sinna raða. Á síðasta ári hlutu hjónin Inga Sigríður Snorradóttir og Óli Finnsson á garðyrkjustöðinni Heiðmörk í Laugarási þennan heiður.

Óli og Inga hafa komið með nýjungar inn á markaðinn eins og eldpipar, sætar paprikur og snakkpaprikur. Þessar tegundir hafa slegið í gegn og njóta sífellt meiri vinsælda. Auk þess rækta þau steinselju og ýmsar tegundir af salati. Grænmetið frá Heiðmörk er reglulega í grænmetiskössum Matlands.

Fjölskyldan flutti árið 2021 úr Grafarvogi í Laugarás í Bláskógarbyggð eftir að hafa fest kaup á garðyrkjustöðinni Heiðmörk.

Heiðmerkursalatið og steinseljan eru sennilega þekktustu vörur garðyrkjustöðvarinnar. Auk Heiðmerkursalatsins er ræktaður fjöldinn allur af salattegundum sem koma ýmist í blöndum til neytenda eða einar og sér.

Allt sem vex í gróðurhúsunum á Heiðmörk er ræktað frá fræi og öllu grænmetinu er pakkað í neytendaumbúðir á staðnum. Gróðurhúsin á Heiðmörk eru 2500 fermetrar að stærð og er heilsárslýsing í þeim öllum.

Óli er menntaður Garðyrkjufræðingur úr Garðyrkjuskólanum en á einnig að baki feril sem kvikmyndagerðarmaður. Áhugi hans á garðyrkju kviknaði eftir útvarpsviðtal þar sem meðal annars kom fram hvað væri hægt að rækta fjölbreyttar og framandi plöntur í gróðurhúsum á okkar kalda landi, allt frá tómötum og gúrkum yfir í kaffiplöntur og bananatré.

/Heimild: www.islenskt.is / Myndir: SFG

Upprunaland: Ísland
Pökkun og dreifing: Heiðmörk, SFG og Matland. Dreifing utan höfuðborgarsvæðisins er á vegum Samskipa.
Framleiðendur: Heiðmörk. Upplýsingar um innleggjendur hjá SFG er að finna hér.

Þér gæti einnig líkað við…