Lýsing
Hnýfill á Akureyri verkar þorskinn eftir gömlum aðferðum. Fiskurinn er slægður, þunnildaskorinn og hengdur upp til þurrkunar. Eftir að hann er verkaður er þorskurinn roðrifinn.
Afhending á þriðjudögum
Við afhendum fiskinn alla þriðjudaga, í verslun Pylsumeistarans milli kl. 16.00 og 18.00 og keyrum út á höfuðborgarsvæðinu eftir kl. 17. Við látum vita með SMS-skilaboðum til að minna fólk á að sækja.
Hvernig á að elda signa fiskinn?
Það er klassíkst að sjóða siginn fisk. Takið fiskinn úr frosti að morgni og skerið í bita þegar hann hefur þiðnað. Setjið kalt vatn í pott ásamt bitunum og látið suðuna koma upp. Minnkið þá hitann og sjóðið í 10-12 mínútur. Bræðið hamsatólg til þess að hafa sem meðlæti ásamt soðnum kartöflum, rófum og jafnvel gulrótum. Smjör og rúgbrauð á kantinum og allir brosa út að eyrum.
Grillaður siginn fiskur?
Agnar Ólafsson á Kópaskeri deildi uppskrift á vef smábátaeigenda. Þar mælir hann með því að signi fiskurinn sé grillaður og henti jafnvel vel sem óvæntur aukaréttur í grillveislum! “Smjör er sneitt niður með ostaskera og fiskurinn þakinn með því þannig að sneiðunum er klesst á báðar hliðar en svo er fisknum pakkað vandlega inn í álpappír. Grillið á gasgrilli við vægan hita og snúið reglulega við svo smjörið renni um allan fiskinn. Grillið þar til smjörið er farið að drjúpa svo úr álpappírnum að ekki verður við neitt ráðið en þá má taka fiskinn úr álpappírnum og hafa hann beran á efri grind um stund” og Agnar bætir við: “Hentar vel sem óvæntur aukaréttur þegar boðið er til grillveislu og hefur gert lukku sem slíkur – jafnvel meðal þeirra sem fitjað hafa upp á trýnið áður en þeir hafa smakkað.”
Vilt þú baka eigið rúgbrauð með signa fiskinum?
Laufey Rós á Eskifirði deilir uppskrift að rúgbrauði með lesendum Matlands. Sjá hér.
Nafnið Hnýfill merkir bát sem klýfur ölduna. Sá sem ryður brautina.
Faðir tveggja stofnenda hnýfils notaði orðið „hnýfill“ um menn sem honum líkaði vel við og þótti skara framúr.
Fiskverkunin Hnýfill var stofnuð i desember 1995 af Davíð Kristjánssyni reykmeistara, Ingveldi Jóhannesdóttur, Þorvaldi Þórissyni og Erni Smára Kjartanssyni.
Fyrsta starfsstöðin var að Skipatanga 35 á Akureyri. Markmið félagsins var reyking hverskyns sjávarafurða og sala þeirra, einnig saltaðra, þurrkaða og nýrra fiskafurða á nærmarkaði.
Árið 1999 festu eigendur Hnýfils kaup á 480 m2 húsi að Óseyri og fluttu inn í húsnæðið um áramótin 2000. Húsnæðið var þá 15 ára gamalt, mjög vandað og snyrtilegt hús til allrar matvælavinnslu.
Vörurnar sem Hnýfill selur og framleiðir á smásölu- og mötuneytamarkað í reykvörulínunni eru: kofareyktur silungur, lax, og rauðmagi, hrefnukjöt en einnig reykt ýsa og þorskur. Einnig framleiðir fyrirtækið talsvert af gröfnum laxi.
Innihaldslýsing
Þorskur
Næringargildi í 100 g.:
Orka 608 kJ/145 kkal
Fita 1,9 g
-þar af mettuð 0,3 g
– ómettuð 0,9 g
Kolvetni 0 g
-þar af sykurtegundir 0 g
Trefjar 0 g
Prótein 31,6 g
Frystivara
Geymist við -18°C.