Lýsing
Fyrsta flokks ungnautakjöt frá Hvammi í Ölfusi. Íslenskt gæðanaut!
Skirt – ytra. Kílóverð: 4.290 kr.
Frystivara.
Bændurnir
Í Hvammi búa bændurnir Pétur Benedikt Guðmundsson og Charlotte Clausen. Sonur þeirra Davíð Clausen starfar í kjötiðnaði og sér um nautaeldið.
Nautin í Hvammi eru alin í rúmgóðum stíum og fá bjórhrat ásamt íslensku heyi alla sína ævi. Þess vegna kalla bændurnir þau „Ölnaut“. Síðustu þrjá mánuðina fyrir slátrun fá nautin alvöru bjór sem hjálpar til við að fita þau. Bjórinn kemur úr bjórverksmiðju og er ekki almenn söluvara. Hvert naut fær á bilinu 1-2 lítra af bjór á dag en hann er blandaður byggi sem ræktað er á bænum.
Bændurnir í Hvammi; Davíð, Pétur og Charlotte.
Davíð, sem vinnur sem kjötiðnaðarmaður hjá Ferskum kjötvörum í aðalstarfi, hefur þróað nautaeldið í Hvammi eftir veru sína á Hvanneyri. Hann gefur bolunum bjórhrat í eldinu og síðustu mánuðina fá þeir ekta mjöð til að gæða sér á. Útkoman er frábært kjöt og hamingjusamir gripir.
Nautin í Hvammi í Ölfusi fá gott atlæti og eru í rúmgóðum stíum. Myndir / TB
Hvernig er best að elda skirt?
Ágætt er að miða við 180-220 g á mann í aðalmáltíð. Matland mælir með að grilla skirt-steikina en það er líka hægt að elda hana á snarkheitri pönnu. Munið að láta hvíla eftir eldun og skerið síðan þvert á vöðvaþræðina. Flott að bera fram í þunnun sneiðum á bretti.
Kryddið eftir smekk. Matland mælir með að nota grófmulinn pipar og flögusalt.
Ef búið er að frysta nautakjöt þá er gott að gefa sér góðan tíma í að afþíða kjötið í kæli. Mikilvægt er að taka út úr kæli a.m.k. klukkutíma áður en eldamennskan hefst og hafa kjötið við stofuhita.
Skirtsteik á veitingastaðinum Skál á Hlemmi í Reykjavík. Mynd / TB
Kjarnhiti nautakjöts
Lítið steikt / 52-55°
Lítið miðlungs / 55-60°
Miðlungs / 60-65°
Miðlungs mikið / 65-69°
Mikið steikt / 71-75°
Aðrar upplýsingar
Kjötið frá Hvammi er unnið og pakkað hjá Ferskum kjötvörum í Síðumúla í Reykjavík.
Frystivara.
Innihald: Ungnautakjöt – skirt
Upprunaland: Ísland
Slátrað og unnið á Íslandi.
Alið í Hvammi í Ölfusi
Framleiðandi: Ferskar kjötvörur ehf.
Sláturhús: SS á Selfossi
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.