Skip to content Skip to footer

Súpukjöt frá Glitstöðum

1.894 kr.2.166 kr.

Matland hefur til sölu fyrsta flokks súpukjöt frá fyrirmyndarbúinu Glitstöðum í Borgarfirði. Sérvaldir bitar í hverjum poka, í kringum 1 kg. Meyrt lambakjöt sem hefur fengið að hanga í sjö daga. Þú finnur muninn.

Súpukjötið er frosið. Kílóverð 1.890 kr. 

Við sendum þér kjötið gegn vægu gjaldi eða þú sækir í verslun Pylsumeistarans á Hrísateig 47 í Reykjavík daginn eftir kaup, síðdegis. Matland sendir SMS þegar varan er tilbúin til afhendingar. Sendingar út fyrir höfuðborgarsvæðið fara með Samskipum á afgreiðslur um allt land.

Veldu hér undir þá stærð sem hentar þér.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: , Merkimiðar: , , , Vörunúmer:30461

Lýsing

Hágæðavara frá Glitstöðum og handverkssláturhúsinu Brákarey í Borgarnesi. Kjötið er sérmeyrnað en það fékk að hanga í 7 daga eftir slátrun. Við það verður kjötið meyrara en léttist að sama skapi þar sem vökvi gufar upp úr því.

Rekjanlegt íslenskt hráefni í takmörkuðu magni með lágmarks kolefnisspor.

Kjötsúpa Matlands – uppskrift fyrir 6-8 manns

Hráefni
2 kg lambakjöt á beini
4-5 l vatn
6 stk. kartöflur
2 stk. blaðlaukur
6 stk. gulrætur
2 stk. meðalstórar rófur
1 búnt af steinselju
160 g sellerí
1 gulur laukur
Þurrkaðar súpujurtir eftir smekk.
Salt og pipar eftir smekk
Valkvætt: 1 dl hrísgrjón, perlubygg eða haframjöl (má sleppa).

Aðferð

Látið kjötbitana (sem eru með beini) í kalt vatn og látið suðuna koma upp og sjóðið í nokkrar mínútur. Fleytið þá af alla froðu og eggjahvítuefni sem koma upp á yfirborðið. Ef þið viljið tærari súpu er ágætt ráð að hætta suðunni eftir 5 mínútur, hella vatninu í vaskinn og skola bitana í sigti. Byrja svo aftur með nýtt kalt vatn og láta suðuna koma upp. Fleytið af auka fitu ef þið viljið fituminni súpu. Látið malla í um 30-45 mínútur.

Saxið lauk, blaðlauk og steinselju. Skerið rófur, sellerí og gulrætur í jafna bita og setjið allt út í súpuna ásamt þurrkuðum súpujurtum. Kryddið með salti og pipar. Látið sjóða við lágan hita í a.m.k. hálfa klukkustund til viðbótar. Kartöflurnar er ráðlegt að sjóða sér, flysja, skera í bita og bæta við í restina.

Það er smekksatriði hvað fólk vill hafa grænmetið mikið eldað. Ef þið viljið hrísgrjón, perlubygg eða haframjöl út í súpuna þá er best að setja þau hráefni út í þegar 20 mínútur eru eftir af suðutímanum.

Bændurnir


Guðrún Sigurjónsdóttir bóndi á Glitstöðum. Mynd / TB

Lambakjötið er frá bænum Glitstöðum í Borgarfirði þar sem er rekið myndarlegt blandað bú með kýr og kindur. Mjólkurframleiðsla með 35 kúm er aðal-atvinnugreinin en á bænum eru líka 150 kindur. Að vera með 35 kýr í mjólkurframleiðslu þýðir að annað eins er í fjósi þ.e. geldkýr, kvígur og kálfar. Að jafnaði eru um 80 gripir í fjósinu sem fá allir sérlega gott atlæti. Bændur á Glitstöðum eru hjónin Eiður Ólason og Guðrún Sigurjónsdóttir.

Varan

Frystivara.

Innihald: Súpukjöt úr framparti
Upprunaland: Ísland
Slátrað og unnið á Íslandi.
Alið á Glitstöðum í Borgarfirði.
Framleiðandi: Brákarey í Borgarnesi.
Sláturhús nr. A997 – Sláturhús Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi.
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is

Frekari upplýsingar

Súpukjöt

1002 g, 1044 g, 1074 g, 1086 g, 1096 g, 1146 g

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Súpukjöt frá Glitstöðum”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þér gæti einnig líkað við…