Lýsing
Á Syðra-Holti í Svarfaðardal er lögð stund á lífrænt vottaða grænmetisræktun og matvælaframleiðslu undir vörumerkinu Yrkja. Það eru Eiríkur Gunnarsson, Inger Steinsson, Alejandra Soto Hernándes og Vífill Eiríksson sem standa að Yrkju og búskapnum í Syðra-Holti. /Myndir úr einkasafni.
Fyrstu framleiðsluvörur Yrkja er sýrt grænmeti, mjólkursýrt hvítkál með hvítlauk og mjólkursýrðar gulrætur með chili. Fyrirhugað er að koma fleiri matarhandverks-vörum á markað í framtíðinni. Á Syðra-Holti er líka ræktað annað grænmeti.
Mjólkursýrugerjun er ævaforn og náttúruleg aðferð við að auka geymsluþol grænmetis. En við þessa aðferð verður grænmetið auðmeltanlegra og næringargildi hráefnisins eykst. Við gerjunina myndast góðar bakteríur, hinir svo kölluðu góðgerlar, en þeir eru okkur nauðsynlegir þar sem þeir gegna mikilvægu hlutverki í að viðhalda góðri þarmaflóru, heilbrigðum meltingarvegi og styrkja ónæmiskerfi líkamans.
Upplýsingar
Innihald: Mjólkursýrðar gulrætur með chili, salt.
Næringargildi í 100 g:
Orka: 121 kj/29 kkal
Fita: 0,2 g, þar af mettuð fita 0,04 g.
Kolvetni: 4,31 g, þar af sykurtegundir 4,04 g
Trefjar: 2,26 g
Prótein: 1,33 g
Salt: 1,39 g
Geymið í kæli eftir opnun.
Ofnæmisvaldar: Hvítlaukur
Nettóvigt: 280 g
Upprunaland: Ísland
Framleiðandi: Syðra-Holt í Svarfarðardal: Yrkja
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is, Hrísateig 47, 105 Reykjavík.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.