Deila þessari síðu
Það þrá allir ferskan fisk eftir stórhátíðir. Hér er nokkuð stór uppskrift sem ágætt er að helminga fyrir minni skammt. Þennan fiskrétt hef ég gert tvisvar sinnum í vinnunni og í bæði skiptin hefur allt verið borðað upp til agna. Frábærlega einfaldur og bragðgóður. Það er upplagt að bera hann fram með fersku salati eða hrásalati, kartöflum og góðri kaldri sósu. Hann er líka mjög barnvænn sem er nú ekki verra.

Ef þú vilt hafa meiri mulningsrasp ofan á þá er ekkert mál að gera aðeins meira af honum.

-
Marineruð síld frá Djúpavogi3.980 kr.
-
Hornfirskar kartöflur – Helga – 5 kg2.540 kr.
Hráefni – fyrir 5-7 manns
- 1,5 kg þorskur eða ýsa
- ½ pakki Ritzkex, mulið nokkuð smátt
- 1 bolli Panko raspur
- 100-150 g brætt smjör
- 1 tsk dill (ég notaði þurrkað)
- 1 msk basilíka, þurrkuð
- 1 tsk oregano
- 1 tsk hvítlauksduft
- 1 tsk laukduft
- 1 1/2 tsk karrý
- 1 tsk Aromat
- Salt og pipar eftir smekk
Aðferð
Myljið kexið og og blandið saman við Panko-raspinn ásamt öllu kryddinu.
Hrærið saman og blandið brædda smjörinu saman við.

Raðið fiskbitunum í eldfast form. Stráið blöndunni vel yfir þannig að hún liggi jafnt yfir og nái að hylja allan fiskinn.
Setjið inn í heitan ofn á 180°C og bakið í um það bil 20-30 mínútur eða þar til rétturinn verður fallega gullinnbrúnn ofan á.
Berið fram með kartöflum og fersku salati eða hrásalati.
Með fiskréttinum gerði ég einfalt ferskt gúrkusalat

Hráefni og aðferð
Ein gúrka skorin í grófa bita
Smá búnt af vínberjum, skornum í tvennt
Smá búnt fersk steinselja, söxuð
Smá fersk mynta, söxuð
1 tsk gróft Dijon sinnep
1-2 msk sýrður rjómi
Smá salt og pipar eftir smekk
Má setja smá sykur eða hunang ef þú vilt sætara bragð
Hrærið saman og berið fram strax

-
Kryddsíld frá Djúpavogi3.980 kr.
-
Product on saleTaðreyktur lax – hálft flakOriginal price was: 4.790 kr..4.310 kr.Current price is: 4.310 kr..
-
Bökunarkartöflur – Helga – 5 kg2.540 kr.