Deila þessari síðu
Að elda lambakjöt á lágum hita yfir lengri tíma er eitthvað sem allir ættu að reyna. Í hinum ýmsu Facebook-hópum eru iðulega líflegar umræður um matreiðslu. Einn þeirra er hópurinn Gamaldags matur sem, eins og nafnið gefur til kynna, beinir sjónum sínum að eldri matarhefðum og hráefnum. Á dögunum voru áhuga- og ástríðukokkar þar á bæ að deila ráðum með hver öðrum um hægeldun á lambalæri. Gömul og góð hefð sem lifir meðal þjóðarinnar. Hvern langar ekki í moðsteikt lambalæri að hætti ömmu á sunnudaginn?
-
Grænmeti í áskriftFrá: 4.995 kr. / á mánuði
-
Folaldakjöt – úrbeinað, 1/2 skrokkur50.976 kr. – 59.472 kr.
-
Grísasnitsel frá Litla búgarðinum2.093 kr. – 2.311 kr.
En hver er besta aðferðin?
Grípum niður í nokkur góð ráð frá fólkinu sem heldur upp á gamaldags mat.
Herborg Ásgeirsdóttir fór „einhverja millileið sem lukkaðist ágætlega,“ að eigin sögn. „Setti lærið inn á 100 gráður kl 13.00, tók það út kl 18.00. Gekk ekki vel að ná því í heilu lagi uppúr pottinum, svo mauksoðið var það. En bragðaðist vel. Hátíðalæri frá Fjallalamb. Vorum 7 í mat, lærið hefði dugað vel fyrir 10.“
Árni Sigurður Pétursson kýs lægra hitastig og lengri tíma. Hann hefst handa snemma morguns við undirbúning.
„Ofninn í 60 gráður, inn með kjötið strax klukkan 8-10 um morguninn, taka það út klukkutíma fyrir mat, kynda ofninn alveg í botn, kjötið inn aftur og í um 15-20 mín til að brúna það og út aftur, hvíla í 20 mín og njóta.“
Sumt fólk er með lokaða potta, aðrir vefja inn í álpappír og margir leggja áherslu á að bleyta reglulega lærið í ofninum. Þuríður Ólöf Rúnarsdóttir mælir með því að elda 8-10 klst. á 90-100°C, opna svo og grilla skorpuna í 10-15 mínútur. „Dettur nánast af beininu og mjög gott kjötið,“ segir hún.
Muna eftir vatni í botninn á steikarpottinum
Anna Helga Tryggvadóttir velur svartan steikarpott með loki. „5 tíma á 50°C og hækka svo upp í 170°C síðasta klukkutímann.“ Með þessari aðferð er mælt með að hafa smávegis af vatni í botninum.
Nokkrir mæla með að setja á háan hita í upphafi en lækka svo niður. Það gerir Sigurður Hjaltested þegar hann eldar lambalæri.
„Ofninn á 200 gráður i 10 mínútur og lækka svo niður i 80 gráður. Elda það i 6-8 tíma eftir stærð.“
Svo eru alltaf grínarar sem létta lund lesenda inn á milli beinskeyttra athugasemda og heillaráða. Gísli Birgir er ekkert að flýta sér. „Hárþurrka á stillingu 1. Kassi af bjór, góður hægindastóll, sjónvarp og fjarstýring. Góða skemmtun í 10 klst.“
Kjöthitamælir kemur alltaf að gagni
Sjálfur elda ég gjarnan lambalæri á lágum hita, rúmum 100 gráðum, en kýs að moðsteikja það ekki. Ég vel millistór læri og vil hafa þau í feitari kantinum. Nota kjöthitamæli og læt staðar numið þegar kjarnhitinn er kominn í 65°C. Þá tek ég lærið út úr ofninum og hvíli það í 15-20 mínútur. Skelli því svo aftur inn í blússheitan ofn til þess að „herða“ upp skorpuna. Klikkar ekki.
-
Grænmeti í áskriftFrá: 4.995 kr. / á mánuði
-
Folaldakjöt – úrbeinað, 1/2 skrokkur50.976 kr. – 59.472 kr.
-
Einiberjapylsa úr grísakjöti frá Litla búgarðinum2.360 kr.
-
Bleikjuflök frá Tungusilungi5.445 kr. – 6.144 kr.
-
Hamborgarar, grænmeti og brauð frá DEIG x 54.860 kr.
-
Angus-piparsteikur frá Hvammi3.559 kr. – 3.787 kr.
-
Eldfast mót – Rune – frá LOOK17.990 kr. – 19.990 kr.
-
Lærissneiðar frá Árdal – Grænlamb6.093 kr. – 6.283 kr.
-
Blóðbergssalt frá Saltverki1.345 kr.