Deila þessari síðu
Hér er góð uppskrift af skotheldum gulrótasmúðí sem auðvelt er að mixa saman í blandara. Þetta eru hráefnin sem gera grunninn að meinhollum drykk:
Gulrótasmúðí (e. smoothie)
Fyrir 2-3
– 500 g Lífrænar safagulrætur að sjálfsögðu.
– 2 epli til að gefa okkur áferð og sætu. Blandast vel með gulrótunum.
– 1 banani, við stofuhita.
– 200 g af frosnum ananas eða mango. Hér verðum við að hafa frosið hráefni til að ná réttu áferðinni. Þú finnur poka í stórmarkaðnum.
– 300 ml Appelsínusafi. Hér kemur bragðið!
– Slatti af muldum ísmolum.
Ef þú vilt prótein í djúsinn þá er um að gera að bæta við ½ bolla af grískri jógúrt (má minnka appelsínudjús á móti). Það er líka bragðgott að setja smá hnetusmjör út í drykkinn til að setja punktinn yfir i-ið.