Deila þessari síðu
Lúða þekkist undir nokkrum nöfnum eins og flyðra, heilagfiskur, spraka eða stórlúða og þykir herramannsmatur. Smálúða er unglúða sem er á aldrinum 2-5 ára og fæst stundum í fiskbúðum. Sjómönnum er bannað að veiða lúðuna en það er þó heimilt að landa lúðu sem kemur sem meðafli á öðrum veiðum.
Hægt er að elda lúða á marga vísu, í ofni, pönnusteikta, á grillið, í súpur, soðna eða sem „ceviche“ og allt er það stórgott.
-
Product on saleTaðreyktur lax – hálft flakOriginal price was: 4.790 kr..4.310 kr.Current price is: 4.310 kr..
-
Flögusalt frá Saltverki1.295 kr.
-
Léttsaltaðar gellur3.730 kr.
Ég ákvað að prófa að gera smá tilraun með smálúðu í ofni, með tómötum og kryddjurtum sem ég átti afgangs síðan úr brautertugerð hjá mér í vikunni og með því gerði ég „spicy ananas-salsa“. Þetta kom alveg ljómandi vel út, ferskt og bragðmikið.

Hráefni – fyrir 4-5
- 800 g – 1 kg lúða
- 3-4 tómatar skornir í nokkuð þunnar sneiðar (mínir voru afhýddir vegna brauðtertuskreytinga, það er betra en ekki nauðsyn)
- 2-3 hvítlauksrif, smátt skorin
- ½ rauðlaukur, smátt skorinn
- ½- 2/3 sítróna, skorin í þunnar sneiðar
- Ólífuolía
- Ferskt dill
- Smjör
- Salt og pipar
- Fiskikrydd frá Pottagöldrum
- Smá „Chili explosion“
Aðferð
Smyrjið eldfast mót með olíu, raðið tómatsneiðum í botninn.

Stráið skorna rauðlauknum yfir og þar næst smátt skornum hvítlauk.
Hellið dreitli af ólífuolíu yfir og stráið svolítið af salti og pipar.
Smyrjið lúðuna létt með olíu og kryddið báðum megin með öllum kryddunum. Leggið ofan á tómatana.


Raðið sítrónusneiðunum ofan á fiskinn, leggið dillið yfir og raðið smjörsneiðum ofan á. Hitið ofninn í 200 °C.

Eldið í ofni í um 15-25 mínútur eftir þykkt á fisknum. Passa verður að ofelda ekki lúðu, því hún á það til að verða mjög þurr.

Þegar lúðan er tilbúin, takið hana úr fatinu og grófmaukið tómatana og safann úr botninum og notið sem sósu með fiskinum.

Á meðan ofninn er að hitna er fínt að gera ananas-salsað. Það má einnig gera það með meiri fyrirvara og leyfa því að marinerast inni í kæli.

Ananas-salsa
Hráefni og aðferð
- Um það bil ½ ferskur ananas skorinn í 1 cm teninga
- ½ paprika skorin í álíka teninga, ég var með appelsínugula
- ½ rauðlaukur, smátt skorinn
- 1 ferskur jalapeno, má nota chili í staðinn, en má líka sleppa ef maður vill ekki hafa mjög sterkt
- Safi úr restinni af sítrónunni.
- Smá búnt af ferskri steinselju, graslauk og dill eftir smekk
- Örlítið salt og pipar
Hrærið vel saman og geymið inni í kæli með filmu yfir.

Þessi réttur er léttur í maga, en einnig væri gott að hafa kartöflur eða sætar kartöflur með ef fólk lystir.


-
Hornfirskar kartöflur – Helga – 5 kg2.540 kr.
-
Reykt ýsa – roðlaus í bitum – 1 kg4.170 kr.
-
Flögusalt frá Saltverki1.295 kr.
-
Salt & pipar1.990 kr.