Deila þessari síðu
Hráefni fyrir fjóra
- 2 kg tómatar
- 4 msk góð ólívuolía
- 4 hvítlauksrif
- 20 g grænmetiskraftur
- 4 dl vatn
- 60 g ferskt kóríander (má skipta út fyrir basilíku)
- 2 tsk salt
- Pipar og meira salt eftir smekk
-
Grænmeti í áskriftFrá: 5.320 kr. / á mánuði
LEIÐBEININGAR
- Saxið tómata gróft og setjið í pott.
- Bætið pressuðum hvítlauk, ólívuolíu, grænmetiskrafti, salti og vatni í pottinn.
- Látið suðuna koma upp við miðlungshita.
- Látið krauma í u.þ.b. 10 mínútur eða þar til tómatarnir eru soðnir í sundur.
- Á meðan er kóríander saxað mjög smátt.
- Bætið kóríander út í pottinn og látið krauma í 2 mínútur í viðbót.
- Slökkvið undir pottinum og kælið aðeins.
- Setjið í matvinnsluvél eða blandara og maukið vel. Líka hægt að nota töfrasprota.
- Til að fá þessa silkimjúku áferð á súpuna þarf að láta hana renna í gegn um sigti. Þetta er ekki nauðsynlegt.
- Hitið súpuna upp við vægan hita. Súpuna má líka borða kalda.
GÓÐ RÁÐ
Gott að bera fram með hrærðum sýrðum rjóma eða smá þeyttum rjóma.
Það má nota ferska basilíku í staðinn fyrir ferskt kóríander.
-
Grænmeti í áskriftFrá: 5.320 kr. / á mánuði
-
Grænmetisblanda1.990 kr.