Deila þessari síðu
Hér í Kóngsins Köben er snitzelið oft á kvöldmatseðli en snitzel er órjúfanlegur partur af hinu klassíska danska eldhúsi. Hér á Restaurant Tivolihallen, þar sem ég starfa, höfum við haft þann háttinn á að „drengur“ er settur ofan á steikt snitzelið, en hann samanstendur af; sítrónusneið með „Christiansøpigens Sild“, kapers og skrapaðri piparrót, skreyttri með karsasprettum.
Snitzelið, hvort sem að það er kálfa- eða grísasnitzel, er borið fram með steiktum kartöflum, grænum baunum og brúnni sósu.
Allt er að sjálfsögðu heimagert frá grunni.
Í drengnum er oftast notast við beinlausa síld eða þá ansjósur. Þetta er mjög bragðgott og er fullleyfilegt að nota hvoru tveggja – en ég hef sjálf vanist á að nota „Christiansøpigens-síldina“ enda er hún með eindæmum góð kryddsíld.
Kærar kveðjur frá Kaupmannahöfn!
Smörrebrauðsjómfrúin Katla
-
Nautasnitsel af 100% Angus frá Stóra-Ármóti2.209 kr. – 3.116 kr.
-
Grísasnitsel frá Litla búgarðinum2.116 kr. – 2.225 kr.
-
Grænmeti í áskrift –Frá: 4.995 kr. / á mánuði