Takk fyrir að panta hjá Matlandi. Þú getur komið í sjálfsafgreiðsluna alla daga á milli klukkan 8.00 og 23.00.
Til að nálgast vörurnar þínar þá þarftu að:
- Skoða vel upplýsingarnar sem þú fékkst sendar í SMS.
- Mæta á afhendingarstað Matlands að Hrísateigi 47.
- Stimpla inn 6 stafa kóðann á talnaborðið => Dyrnar ekki lengur læstar.
- Taka í húninn og ganga í bæinn.
- Pöntunum er raðað í stafrófsröð eftir nöfnum kaupenda í hillur eða númeraða kæli- og frystiskápa. Kæliskáparnir eru númeraðir með 1 og 2 og eru vinstra megin í rýminu. Frystirinn er hægra megin þegar komið er inn og er merktur með tölunni 3.
- Ef merkt á poka, t.d. 1/2 eða 2/2, þá er pöntun í fleiri en einum poka.
- Kælivörur eru í kælunum og frystivörur í frystinum. Ert þú örugglega búin/n að finna allar þínar vörur?
- Mundu að loka útihurðinni vel á eftir þér þegar þú ferð.
Ef þig vantar aðstoð þá hringdu í þjónustusímann 783-1200.