Deila þessari síðu
Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari býður upp á námskeið í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík í janúar þar sem meginumfjöllunarefnið er matur og loftslagsbreytingar.
„Matvælaframleiðsla ber ábyrgð á um 1/4 af losun gróðurhúsloftegunda á heimsvísu. Því skiptir gríðarlega miklu máli að við séum meðvituð um hvað við veljum á diskinn okkar, hvernig við meðhöndlum það og nýtum. Enginn einn getur gert allt, en við getum öll gert eitthvað,“ segir Dóra.
Á námskeiðinu verður farið yfir hvaða matur er með þyngsta kolefnissporið og hvernig hægt er að nota fjölbreyttari hráefni í eldhúsinu.
„Við vinnum með flexiterian mataræði og förum ýtarlega yfir nýtingu hráefnis og hvernig sporna megi við matarsóun. Síðast en ekki síst eldum við fjölbreytta loftslagsvæna rétti og setjumst niður og borðum saman. Ekki viljum við að neitt fari til spillis og því er gott að taka með sér box til að taka mat með heim.“
Allir þátttakendur elda nokkra rétti og hópurinn borðar saman í lok námskeiðsins.
Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér eitthvað sem hefur dagað upp í skápum, t.d þurrvöru. „Við getum notað það til að töfra fram nýjan mat,“ segir Dóra.
Gott er að taka með sér svuntu, inniskó og box fyrir afganga til þess að gefa fólkinu heima.
Dagsetning
18. janúar & 19. janúar (námskeiðið er eitt kvöld, tvær dagsetningar í boði)
Kl. 17.30-22.00
Lengd: 4 til 4,5 klst.
Verð: 17.900 kr
Skráning: dora@culina.is
Kennari: Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari
-
Grænmeti í áskrift –Frá: 4.995 kr. / á mánuði
-
Product on saleGrænkerapakkinn frá MabrúkaOriginal price was: 9.950 kr..7.990 kr.Current price is: 7.990 kr..
-
Product on saleÓlífuolíukassinn frá Clemen – 4 stk. x 500 mlOriginal price was: 9.960 kr..9.400 kr.Current price is: 9.400 kr..
-
Lífrænt nautgripahakk – 5 pk x 500 g9.975 kr.