Deila þessari síðu
Við getum lagt okkar af mörkum til þess að minnka álag á umhverfið með því að velja rétt hreinsiefni og húðvörur. Hegðun og okkar og breytni skiptir miklu máli. Við getum sparað peninga og bætt eigin heilsu á sama tíma.
Hér eru 10 ráð sem ég hef nýtt mér til þess að vera umhverfisvænni.
- Ódýrara er að kaupa áfyllingu á umhverfisvænum hreinsivörum. Það er hægt á ýmsum stöðum í dag sem betur fer.
- Allt sem við setjum í klósettið, baðið, vaskinn fer eitthvað… Ekkert gufar bara upp. Þess vegna er mikilvægt að nota mannvæn og umhverfisvæn þvottaefni og sápur.
- Ég vel lyktarlaus hreinsiefni eða hreinsiefni þar sem náttúrulegar ilmkjarnaolíur eru notaðar til að gefa ilm. Ég er alltaf með tea tree og lemon til dæmis hjá þvottavélinni og set út í duftið þegar ég er að þvo handklæði, tuskur, sokka og nærbuxur sem dæmi.
- Ég þvæ handklæði og tuskur á suðu en sokka og nærbuxur á 60°C. Föt þvæ ég á 40°C með fljótandi þvottaefni og nudda bletti úr áður en ég þvæ fötin í vélinni.
- Snilld er að prófa alltaf fyrst að nota drullusokk í stífluð/treg niðurföll og heitt vatn. Ótrúlegt hvað það virkar. Edik er líka gott og matarsódi.
- Ég nota umhverfisvænar hárvörur sem hægt er að fá í áfyllingu.
- Varðandi húðina að þá er góð þumalfingursregla að setja sem minnst á hana nema það sem mætti í raun borða, að nota mestmegnis hrein krem. Það sparar formúgur að hugsa þannig því þá er svo margt sem maður hættir að kaupa. Ég nota aldrei sápu á kroppinn. Ég set smá kókosolíu í handakrikana og á þurra staði á líkamanum, fer svo í sturtu og skola mig bara aðeins. Húðin verður mjúk og falleg eftir olíuna og heita vatnið og olían tekur alla lykt, ef einhver er.
- Ég nota mikið lítil handklæði til að minnka umfangið í sturtunni. Gert var grín að mér í leikfimi hér einu sinni því ég var alltaf með bara lítil viskustykki til að þurrka mér 🙂
- Do the next right thing… Þetta verður aldrei fullkomið hjá okkur. Reyna sitt besta og halda áfram þó manni finnist maður hafa klúðrað einhverju eða telji þetta fjarri því sem maður telur nógu gott.
- Það er ódýrara að hugsa vel um heilsuna sína alltaf (og heilsu jarðar), tennurnar o.s.frv. Þá eru meiri líkur á að maður þurfi minna á læknisþjónustu að halda. Það er dýrt að vera slappur og lasinn og með skerta starfsorku.