Deila þessari síðu
Rúgbrauðið hefur fylgt okkur Íslendingum í gegnum árin og þykir ómissandi með ýmsum mat. Hvað er betra með soðningunni eða plokkfisknum en nýbakað rúgbrauð með miklu smjöri? Það er engin síldarveisla án rúgbrauðs og mörgum finnst gott að borða það með reyktum eða gröfnum laxi. Þessa uppskrift nota ég á dvalarheimilinu þar sem ég starfa og fellur rúgbrauðið alltaf jafn vel í kramið – enda stórkostlega gott!
Uppskrift og aðferð
1 líter súrmjólk eða ab-mjólk
480 g rúgmjöl
150 g heilhveiti
130 g hveiti
35 g matarsódi
115 g púðursykur
17 g salt
300 g sýróp
Öllu blandað mjög vel saman og sett í mjög vel smurt form (ca. 20x30x10cm) og lok yfir eða álpappír. Lokið vel.
Bakað við 100°C í um 4 klst. Síðan er slökkt á ofninum og brauðið láta kólna yfir nótt í honum.
-
Reykt ýsa – roðlaus í bitum – 1 kg4.170 kr.
-
Hrossabjúgu frá Hellu – 2 stk.4.210 kr.
-
Kofareyktur lax – heilt eða hálft flak4.080 kr. – 7.580 kr.
-
Léttsaltaðar gellur2.860 kr.