Deila þessari síðu
Auður Ólafsdóttir í Pönnukökuvagninum deilir með lesendum Matlands uppskrift að íslensku pönnukökunni. Hún byrjaði með matarvagn Mathöll Granda þar sem íslenska pönnukakan var í öndvegi og sló algjörlega í gegn. “Ef það er eitthvað sem fólk á öllum aldri elskar þá er það íslenska pönnukakan,” segir Auður.
Auður Ólafsdóttir með Herði aðstoðarmanni í framleiðsluaðstöðu Matís. Mynd / Pönnukökuvagninn.
Matland býður upp á sígildu rabarbarasultuna frá Pönnukökuvagninum. Rabarbarinn kemur frá Jóhönnu Halldórsdóttur í Stóru-Sandvík en sultuna gerir Auður Ólafsdóttir eigandi Pönnukökuvagnsins. Sultan er útbúin í matarsmiðju Matís og áhersla er lögð á að nota bestu hráefni.
-
Product on saleÓlífuolíukassinn frá Clemen – 4 stk. x 500 mlOriginal price was: 10.380 kr..9.860 kr.Current price is: 9.860 kr..
“Við notum lítinn sykur, lífrænan hrásykur. Til að auka geymslu miðað við þetta lita sykurmagn að þá loftþéttum við umbúðirnar til að varðveita gæðin. Sultan okkar er gömul fjölskylduuppskrift sem ég hef sett mitt tvist á,” segir Auður.
Íslenska pönnukakan – hráefni fyrir 4-6
- 2 dl hveiti
- ½ tsk. lyftiduft
- 1 – 2 msk. sykur
- ¼ tsk. salt
- 2 egg
- 5 dl mjólk
- 30 g smjör/smjörlíki
- 2 tsk. vanilludropar
Aðferð
Smjör/smjörlíki brætt á pönnukökupönnu. Látið kólna.
Sigtið öll þurrefni saman í skál.
Helmingur af mjólkinni bætt út í þurrefnin. Hrært kekkjalaust.
Eggin sett í blönduna, eitt í einu.
Bæta við restina af mjólkinni.
Vanilludropar.
Að lokum er bræddu smjöri/smjörlíki bætt við.
Ef blandan er of þykkt má bæta við mjólk.
Bakið á heitri pönnukökupönnunni. Smjörið/smjörlíkið sem brætt var á pönnunni í upphafi ætti að duga við baksturinn.
-
Grænmeti í áskriftFrá: 4.995 kr. / á mánuði